Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Dawn of the Dead
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Að líkja þessari mynd saman við 28 days later finnst mér ekki alveg vera rétt. Þó bjóst ég fyrirfram við því að þessi mynd yrði eins og einhver sagði hér hollywood útgáfan af 28 days later, en svo reyndist þó alls ekki vera.

Leikstjórinn hefur vissulega verið undir áhrifum mynda eins og 28 days later og Braindead eftir meistara Peter Jackson, mynd sem blandar kímni og svörtum húmor saman við spennu, hrylling og ofbeldi. Uppskeran er a.m.k. frábær mynd sem heldur manni vel við efnið allan tímann og fær mann bæði til að öskra úr hlátri og veina af skelfingu. Ágætt leikaralið (þó lítt þekkt sé), góð leikstjórn og gott handrit gera þessa mynd af hinni bestu skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Sweetest Thing
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég vil byrja á að vitna í texta Megasar sem hljómar eitthvað á þessa leið...: Afsakið... á meðan ég æli!

Þessi 5 orð lýsa best þeirri tilfinningu sem ég fann þegar ég horfði á þessa mynd. Ég fór á hana fullur væntingar því í henni leika tvær fínar leikkonur, Cameron Diaz og Selma Blair, og miðað við fyrri myndir þeirra bjóst ég nú við einhverju sem gæti a.m.k. flokkast undir ágætis afþreyingu. En það var sko langt frá því! Þvílík leiðindi, þvílíkur ófrumleiki og þvílík tímasóun!

Ég get engan veginn mælt með þessari mynd, það var nákvæmlega ekkert í henni sem ég gat svo mikið sem brosað af!

Þetta er í stuttu máli afar einföld mynd fyrir einfalt fólk.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Torrente
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær grínmynd. Gert mikið út á hversu einn maður getur verið mikill rasisti, fasisti, hommahatari og samt lifað einsog rotta og verið sama um allt. Án efa ein allra fyndnasta mynd ársins 1999.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Fear and Loathing in Las Vegas
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Myndin Fear And Loathing In Las Vegas er í dag ein af mínum uppáhaldsmyndum. Handrit myndarinnar er unnið eftir samnefndri bók Hunter S. Thompson's frá árinu 1971. Handritshöfundur og leikstjóri myndarinnar er Terry Gilliam sem hefur m.a. leikstýrt myndum eins og 12 Monkeys (1995), Time Bandits (1980) og Monthy Python And The Holy Grail (1974). Aðalleikar myndarinnar eru Johnny Depp og Benicio Del Toro og eru alveg brilliant í hlutverkum Raoul Duke og Dr. Gonzo. Einnig eru frábærir leikarar í minni hlutverkum s.s. Tobey Maguire og Cameron Diaz. Myndin segir frá leit þeirra að ameríska draumnum og endalausu djamm- og dóplífi þeirra Raoul Duke og Dr. Gonzo. Þessi mynd er samt algjör sýra á köflum og það gefur henni æðislegan sjarma sem að maður getur ekki staðist. Handritið er mjög vel skrifað að ekki sé talað um bókina eftir Hunter S. Thompson frá 1971 sem handritið er byggt á. Ég fór í bókabúð um daginn og keypti mér þessa bók og sá ekki eftir því. þannig að þeir sem fíla þessa mynd eiga að fíla þessa bók. Þó að þeir séu ekki mikil bókmenntanörd. Og í stuttu máli er þessi mynd algjör gargandi snilld og ein af allra bestu myndum þessa áratugar. Úr Fear And Loathing In Las Vegas "We had two bags of grass, seventy-five pellets og mescaline, five sheets of high-powered blotter acid, a salt shaker half-full of cocaine and a whole galaxy of multicolored uppers, downers, screamers, laughers...."
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Titanic
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er í fyrsta lagi alltof löng og það gerist nánast ekkert í henni fyrstu 90 mínúturnar. svo er myndin væmin, langdregin og Leonardo DiCaprio, þessi litli ameríski súkkulaðistrákur sem gæti átt heima í bresku boy-bandi, sýnir fremur slakan leik einsog honum einum er lagið. Kate Winslet sýnir nú heldur engan stórleik. Mér finnst þessi mynd samt verðskulda hálfa stjörnu fyrir alveg magnþrungið atriði undir lok myndarinnar þegar önnur aðal söguhetjan okkar deyr.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei