Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Harsh Times
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Harsh times er ein besta mynd sem ég hef farið á í bíó í langan tíma, hún er frá þeim sömu og gerðu Training day og maður finnur að hún er mjög svipuð að uppbyggingu og hún. Þannig ef þér fannst training day góð er nokkuð pottþétt að þér muni líka við þessa.


Myndinn er mjög vel leikinn en Christian Bale sýnir yfirburði sem hinn truflaði Jim. Myndinn byrjar hægt en þó er ekki dauður punktur í myndinni og hún verður aldrei leiðinleg.


Harsh times fjallar í megindráttum um félagana Jim og Mike sem eru að reyna að úvega sér vinnu, en þeir leiðast út í að gera eitthvað annað en að sækja um vinnu og það hefur skelfilegar afleiðingar í för með sér.


Ég mæli hiklaust með þessari mynd, hef ekki farið svonna sáttur útúr bíó í langan tíma.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Munich
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það verður erfitt að toppa þetta snilldarverk fyrir leikstjóra sem eru að gera bíómyndir fyrir árið 2006. Eftir dapurlega tíma að mínu mati (A.I, War of the worlds og Terminal) kemur Spielberg og sýnir að hann er einn besti kvikmyndagerðarmaður allra tíma.

Hún er hreint út sagt ótrúlega góð stórkostlegur leikur, góð leikstjórn, gott handrit, ekki einn leiðinlegur kafli í allri myndinni,húmor, spenna og sjokerandi atriði sem láta mann fá hroll um allan líkamann þessi mynd hefur þetta allt.

Það eru vissar myndir sem verða algjörar klassík t.d godafather 1 og 2 og þessi mynd er svo sannarlega ein af þeim.


Eric Bana er frábær í hlutverki ísraelska launmorðingjans og allir aðrir leikarar í myndinni eru ekki síðri.

Ég var ánægður að sjá að Spielberg hefur greinilega ekki tekið allfarið afstöðu með Ísraelsmönnum gegn Palestínumönnum þó hann sé gyðingur sjálfur heldur sýnir hann á ótrúlegan hátt hversu tilgangslaust er að drepa. Því eitt dráp leiðir til annars dráps og það kemur alltaf einhver í staðinn fyrir þann sem er drepinn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The 40 Year Old Virgin
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég hafði heyrt mjög góða hluti um þessa mynd og fór með miklar væntingar og varð fyrir vonbrigðum.

Handritið í þessari mynd er glatað, myndinn er alltaf löng og í seinni hluta myndarinnar er eins og þeir sem gerðu myndinna hafi ekkert vitað hvað þeir ættu að gera næst.

Lokatriðið er einnig alveg fáránlega ófyndið og það leit út eins og þeir hefðu gert þetta á tuttugu mínutum á einhverju fylleríi. En þessi mynd inniheldur marga ágæta brandara en líka marga lélega. Mæli með henni fyrir flesta sem eru ekkert að pæla djúpt í kvikmyndum og vilja borga 800 kall til að sjá nokkra brandara.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Red Eye
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

VARÚÐ.....þessi mynd er ekki hryllingsmynd.

Ef þú ætlar á hana með þeim tilgangi að bregða og verða hræddur og allt það sem fylgir þeirri ágætu skemmtun að fara á hryllingsmynd verðuru fyrir vonbrigðum.

Þessi mynd er auglýst sem einhverskonar scream hryllingsmynd eða eitthvað álika en er ekki neitt annað en spennumynd sem gerist að mestu um borð í flugvél. Vil ekki segja meira um söguþráðinn hann kemur nefnilega pínu á óvart.

Þessi mynd er einnig langt frá því að vera góð þetta er svonna 85 mínutna mynd sem hefði passað betur sem plott í einhverjum sjónvarpsþætti frekar en mynd sem kemst í bíó.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Blade: Trinity
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ætlar þessi rigning af lélegum myndum frá Hollywood aldrei að enda.

Ég verð að segja að þessi mynd er með þeim slakari sem ég hef séð í langan tíma þvíllík hörmung, leikurinn er ömurlegur og handritið ennþá verra. Það er greinilegt að þeir sem stóðu á bak við þessa mynd höfðu næga fjármuni til að gera skemmtilega mynd en samt sem áður fer meira en helmingur myndarinnar í svonna óþarfa atriði til að lengja myndina vegna skorts á söguþráð eins og t.d atriðið þegar Blade hittir þennan Drakúla í fyrsta sinn þá hleypur Drakúla í burtu eins og hrædd skóla stelpa í svonna kortér og þegar Blade kemur að honum hótar hann að henda litlu barni fram af byggingu og talar á sama tíma um heiður bardagamanna !!!!!!!!!

Í Blade 1 var talað um mannfólk eins og sauðfé það gat ekkert barist við vampírur en nú eru komnar tvær manneskjur sem rota vampýrur í einu höggi jafnvel þó vampýrurnar sé í þykkum sérsveitarbúningum og með þykkar sérsveitargrímur og eiga að vera mörgum sinnum sterkari og harðgerðari en mannfólkið. Myndinn verður svo einhver asnalegur hnefabardagi allan tíman Blade og vampírubanarnir tveir labba um og lemja alla, sem verður alveg rosalega þreytt eftir svonna hálftíma og þessi Drakúla er gjörsamlega misheppnaður vondi kall.

Semsagt algjör hörmung mæli ekki með henni :).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Gathering
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The Gathering fjallar um unga bandaríska stelpu sem ráfar inn í smábæ á Englandi, verður fyrir bíl en að einhverjum undarlegum ástæðum fær hún varla skrámu á sig en missir minnið. Konan sem keyrði á hana og maðurinn hennar leyfa henni að gista í húsinu hjá sér sem bætur fyrir að hafa keyrt á hana. Eftir það fara undarlegir hlutir að ske, stelpuni finnst hún vera að sjá skrítna hluti og og einhver ógeðslegur hundur geltir og geltir allar nætur fyrir utan húsið. Og á sama tíma finnst grafin í jörðinni gömul krikja sem sýnir krossfestingu Jesú Krists frá öðru sjónarhorni en fræðimenn eru vanir að sjá. Þessi mynd er ofboðslega langdreginn og kemst aldrei á flug og má eiginlega segja að hún fjalli um tvo mismunandi hluti þ.e.a.s það sem tengist kirkjunni og einhvern mann sem misnotaður var á munnaðarleysingjahæli og svo í endan tvinnast þessar sögur saman á misheppnaðan hátt. Mæli ekki með þessari mynd fyrir þá sem eru að leita eftir spennandi og viðuburðaríkri mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Godfather: Part II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The godfather part 2 er gjörsamlega brilliant mynd í alla staði og fannst mér al pacino miklu frekar eiga að fá óskarinn þar sem að hann er í miklu meira krefjandi hlutverki heldur en de niro sem talar mjög lítið í myndini miðað við pacino en hvað um það. þessi mynd hafði svo rosaleg áhrif á mig að ég fæ gæsahúð hvert skipti sem ég horfi á hana sjá t.d viðbrögð pacino þegar hann kemst að því að bróðir hans hafi svikið hann er eitt af eftirminnilegri atriðum kvikmyndasögunar en þessi mynd er ekki fyrir the average joe sem finnst myndir eins og dude wheres my car góðar þetta er þung og langdreginn en fáránlega góð mynd
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei