Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Scary Movie 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Scary movie 2 kom mér verulega á óvart, hversu ömurleg og innihaldslaus hún var miðað við forverann. Ég hreinlega kvaldist yfir þessari mynd, var alltaf að vona nú eftir allavega einu atriði sem hægt væri að hlæja að. Það kom að vísu, eitt atriði sem ég man ekki einu sinni hvernig var. Það var eina fyndna atriðið í myndinni að mínu mati.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Nightmare Before Christmas
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Nightmare before christmas er snilldarmynd, þar sem allt gengur upp. Söguþráðurinn, persónurnar og síðast en ekki síst lögin. Danni Elfman er náttúrlega snillingur. Það er eitthvað við beingrindur sem heilla mig, sérstaklega þær sem geta sungið og eru með mannlega tilfinningar. Það er mikið um smáatriði og það leynist ennþá meiri boðskapur í henni heldur en maður við fyrstu sýn. Þrátt fyrir að myndin líti út fyrir að geyma auðveldan söguþráð er svo ekki, þar endalaust hægt að pæla í honum og sérstaklega skrautlegu persónunum. Það er ekki hægt að lýsa þessari mynd, maður einfaldlega að sjá hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Garfield
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Garfield er ein af upphalds myndasögupersónum mínum og fékk ég því hroll þegar ég fékk upplýsingarnar um að það ætti að ráðast í að færa þennan, feita, lata og yndislega kaldhæðnislega kött upp á sjálft hvíta tjaldið. Það gladdi mig þó að heyra að snillingurinn Bill Murray myndi talsetja hann og hefði ekki verið fyrir þann snilling, þá hefði myndin verið enn verri en hún í rauninni er. Persónan Garfield var sú eina sem var næstum því trú uppruna sínum (hann var einum of ofvirkur í myndinn) og voru allar persónurnar rammflatar. Odie var að vísu dúlla, en alls ekki sá sami Odie og maður sér í bókunum hans Jim Davis, mun klárari en hann og Jon var alltof of heppinn í kvennamálum og alls ekkert klaufalegur ( Breckin Meyer er að vísu engin stórleikari og var því bara eins og hann er alltaf) og Jennifer Love Hewit var hræðileg í hlutverki dýralæknisins, enda þjónaði hún engum öðrum tilgangi nema að fjölskylduvæna og gera myndina væmna og sykursæta. Myndin kom mér þó örlítið á óvart og var örlítið betri en ég þorði að vona, vegna þess að ég hafði búist við Gretti sem mjálmandi kisugreyi, að fyrrum auglýsingum að dæma og nuddandi sér uppi við grindverk. Hann reyndist þó vera skynugur köttur, eigingjarn og með sinn svarta húmor, en afhverju varð hann gerður svona ofvirkur í seinni hluta myndarinnar? Þessi mynd er ekki beint fyrir gallharða aðdáendur Grettis, hefur að vísu sínar góðu hliðar og því er hægt horfa á hana, án þess að þjást...lengi, því að myndin er svo stutt. Söguþráðurinn er stolin og ofnotaður úr lélegum disney myndum og öðrum barnabíómyndum. Myndin fær einungis tvær stjörnur, vegna aumingja Bill Murrays sem lét plata sig út í þessa þvælu. Vonandi gera þeir aðra kvikmynd um Gretti og félaga, en í þetta sinn eins og hann raunverulega er.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Name of the Rose
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

In the Name of the Rose er byggð á klassíku meistaraverki eftir Umberto Eco, Nafni Rósarinnar. Sagan segir frá Adso frá Melk og lærimeistara hans Vilhjálm frá Baskerville, sem er snillingur í ályktunum. Við komu þeirra í ónefnd klaustur í Norðanveðri Ítalíu, hefur einn munkur látið lífið á skuggalegan hátt. Vilhjálmur er settur í að rannsaka málið og fyrr en varir fara hlutirnir að flækjast og líkin hrannast upp. Sögutíminn eru hinar myrku miðaldir og sagan er margslungin. Að mínu mati var Sean Connery, Vilhjálmur frá Baskerville, svo vel náði hann honum og er bókin mun betri en myndin. Myndin skilur nefnilega eftir svo margar spurningar, eins og hvernig morðinginn fór eiginlega að þessu og afhverju, en það var í munn styttra máli en í sjálfri bókinni. Þegar myndin kom út á sínum tíma, var haft á orði að hún náði bókinni afar vel, en kannski þykir hún sjálfsagt hallærisleg á þessum tæknitímum. Engu að síður mæl ég með myndinni fyrir þá sem hafa gaman að góðum gátum og smá hrolli, en myndin er í æði skuggalegri kantinum og er alls ekki fyrir viðkvæma. Kannski einum of vel gerð. Munkarnir eru sem dæmi, hver öðrum ljótari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Shrek 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það sem var einna athyglisverðasta við þessa mynd, voru yndislegu smáatriðin sem myndin var uppfull af, þessir leyndu brandarar sem voru einfaldlega of margir þannig að ein bíóferð nægði til þess að ná þeim öllum. Antonio Banderast stelur senunni sem stígvélaði kötturinn og það er gaman að sjá hvernig framleiðendurnir hafa blandað saman atriðum úr ólíkum kvikmyndum til þess að fá stórkostleg atriði (dæmi Lord of the rings og Mission Impossible). Þessi mynd er algjör snilld að mínu mati og gerir næstum enn betur en forverinn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei