Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Troy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Leiðinleg. Leiðinleg er ágæt orð til að lýsa myndinni. Þrátt fyrir leikaraúrvalið og traustan sögubakgrunn þá tókst leikstjóranum ekki að gera mikið nógu mikið ævintýri út úr þessu eins við mátti búast. Myndin hefur sínar kostir, t.d. bardagaatriðin og sviðsmyndin, en ókostirnir eru líka margir. Til dæmis var fjöldi hermanna ekki sannfærandi miðað við sviðsmyndina. Þegar talað var um 50.000 manna her þá virðist nærri lagi að um sé að ræða 100.000+ á tjaldinu. En þetta er allt smotterí miðað við helsta galla myndarinnar, þ.e. að hún hefur ekki tilfinningalega hápunkt og eftir bardaga þeirra Hektors og Akkilesar fellur spennan gjörsamlega niður, við liggur að mann langi til að labba út. Ekki tókst að skapa nægilega spennu í andrúmsloftinu eins og myndir af þessu tagi þurfa að hafa og því fellur hún gjörsamlega. Ólíkt öðrum myndum sem byggjast á rituðum heimildum, eins og t.d. LOTR, Passíu Krists og Harry Potter, þá held ég að það að þekkja til sögunnar hafi virkilega spillt fyrir myndinni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Orange County
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

O.C. kemur á óvart, enda bjóst ég við litlu í fyrstu. Myndin lítur út fyrir að vera mjög yfirborðskennd og er það að mörgu leyti. Umhverfið í myndinni er mjög einsleitt, úthverfi fyrir ríka og ekki síst hvíta fólkið. Myndin byggir líka á þeirri þekktu formúlu um ungan (hæfileikan) mann sem dreymir um að geta gert eitthvað merkilegt við líf sitt (í þessu tilviki um að geta gerst rithöfundur) en allt virðist standa í vegi fyrir honum.


Hér um að ræða ágætis (yfirborðskennda) afþreyingamynd með boðskap (sem mér þykir heldur ekki frumleg).Það sem heldur myndinni á lífi er þessi hraði atburðarás gerist í lífi aðalpersónunnar á einum degi. Ekki síst voru óvæntu atburðirnir sem myndina glæða lífi. Persónurnar eru oftar en ekki stórlega ýktar, gjarnan í takt við aðrar teen-myndir samtímans sem og húmorinn, en hugmyndafræðin bak við þessari mynd er mun háleitari.


O.C. er engin tímamótaverk í kvikmyndageiranum en engu að síður fyrirtaks afþreying, því manni líður vel og maður er jákvæður eftir myndina.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei