Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Basketball Diaries
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hér er um að ræða alveg rosalega góða mynd. Leonardo Di Caprio er hér eins góður og hann á til. Myndin er rosalega sterk og áhrifarík. Þrátt fyrir að myndin fjalli um unga vini sem enda á villigötum í lífinu, er hún langt því frá að vera leiðinleg. Það kemur stundum fyrir að myndir sem fjalla um eiturlyfjadjöfulinn velti sér stundum of mikið úr volæðinu. Það er ekki gert hér og myndin verður mjög áhugaverð áhorfunar.


Hér er um að ræða alveg frábæra mynd, og sennilega bestu mynd Di Caprio. Mæli eindregið með henni, og ef þú hefur ekki séð hana enn, þá skaltu grípa hana sem fyrst á öllum betri myndbandaleigum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Along Came Polly
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Síðasta mynd sem ég sá með Ben Stiller var hin frekar dapra Duplex. Bjóst því ekki við miklu. Þessi mynd kom mér eiginlega skemmtilega á óvart. Það vill gerast með myndir hjá Stiller að notaður er vandræðahúmor(þá fer áhorfandinn að líta undan eða jafnvel skipta um stöð til að forðast vandræðaleikann). Það gerðist merkilega lítið hér. Þetta var frekar þægileg gamanmynd á að horfa, og þá eiga Hank Azaria, sem frekar fyndinn Frakki, og Philip Hoffmann, sem besti vinur Stillers, hrós skilið.


Get alveg mælt með þessarri mynd. Hvort sem fólk hefur gaman af Stiller, finnst Jennifer Aniston heillandi, eða er til í að horfa á ágæta gamanmynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dark City
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Alveg kom þessi mynd mér rosalega á óvart. Bjóst ekki við þessu meistaraverki sem þessi SciFi-mynd er. Kiefer Sutherland er þarna rosalega góður, og var það þarna sem ég sá Jennifer Connelly í fyrsta skipti. Bæði eru þau mjög góð, og tók ég sérstaklega eftir hversu heillandi Jennifer er.


Þetta er ein af þessum myndum sem komu út milli 1995 og 2000, þar sem ekki er allt sem sýnist. Þetta var svolítið mikið stundað og má þar nefna myndirnar Usual Suspects, Sixth Sense, Memento bara til að nefna þær helstu.


Þetta er mjög góð mynd og ég mæli eindregið með þessari mynd. Frumlega og hugsandi mynd!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
My Boss's Daughter
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Sé eftir því að hafa horft á þessa mynd. Alveg afskaplega léleg mynd. Það er ekki nóg að hafa Ashton Kutcher og Töru Reid(sem mér finnst reyndar sérlega pirrandi). Myndin á að vera fjörugur farsi en er í reynd ekkert annað en pínleg þvæla. Maður hefur enga samúð með persónunum.


Það sem margir farsaframleiðendur klikka oft á er að áhorfendur finni samúð gagnvart persónunum. Ég get kannski fengið samúð með fólki sem er sérlega óheppið og ratar í einhverja vitleysu. Ég finn aftur á móti ekki til samúðar með fólki sem sökum einskærrar heimsku og sauðahátts kemur sér í vandræði.


Það er hægt að taka þessa mynd saman í tveimur orðum: Pínleg þvæla. Get með engu móti mælt með þessarri mynd, látið hana vera.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Whole Ten Yards
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Sá fyrri myndina og hafði mjög gaman af. Bjóst því við svipaðri skemmtun þegar ég fór í bíóið. Verð nú að segja að ég hafi orðið fyrir vonbrigðum með þessa mynd. Ef ekki hefði verið fyrir Matthew Perry og Bruce Willis hefði myndin verið frekar slæm. Myndin er í raun framhald af þeirri fyrri, en ólíkt þeirri fyrri er söguþráðurinn asnalegur og stenst oft á tíðum illa.


Myndin er ekki leiðinleg, en þó ekkert meira en video-mynd. Um að gera að horfa á hana þessi kvöld sem við erum of þreytt til að nota núðluna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Monster
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hafði ekki miklar vonur vegna þessarar myndar. Ég fékk svo það sem ég bjóst við. Einhverja leiðinlega dramamynd um konu sem átt hefur það erfitt að hún ákveður að láta sína erfiðleika bitna á öllum öðrum. Það að Theron og Ricci eru lesbískt par er bara ekki nóg. Myndi halda að það væri erfitt að klikka á því. En það er víst ekki tilgangurinn með myndinni (sennilega bara einhverjir draumórar hjá mér :). Ég mæli alls ekki með þessari mynd, enda ein sú leiðinlegri í langann tíma. Horfði á myndina með tveimur af hinu kyninu og voru þær mér fyllilega sammála.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Hot Chick
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Horfði bara á þessa mynd í gamni mínu, og þvílíkt gaman sem það var. Held að margir hafi séð trailerinn af myndinni(var auglýst mikið á sínum tíma), en myndin fjallar um Kaptein klappstýruliðsins sem er fullkomin tík. Fyrir einskæra óheppni atvikast það svo að hún skiptir um líkama við einhvern smákrimma(Rob Schneider) og myndast við það fullt af skemmtilegum og oft á tíðum sprenghlægilegum atriðum. Stelpan áttar sig á því hversu mikil tík hún hefur verið og þarf að gleypa (tíkar)stoltið til að geta snúið þessu aftur til baka.


Myndin verður aldrei væmin, heldur er hún með smá grófum húmor ala Schneider. Ég mæli hiklaust með þessari mynd ef þig vantar að fylla tómið með skemmtilegti mynd. Frumskilyrði fyrir því að hafa gaman af myndinni er að þola Rob Schneider(held að það geri ekki allir) og að vera reiðubúinn að slökkva á núðlunni í 90 mínútur eða svo.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Punisher
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Vissi í raun ekkert hvað ég var að fara að horfa á ég sá The Punisher. Er ekki mikið í þessum heimi, og var þar að auki ekkert búinn að sjá um hana. Gerði mér því ekkert of miklar væntingar. Því kom það mér þægilega á óvart að um alveg hreint ágæta mynd var að ræða. Mjög mannleg mynd um mann sem missir mikið og leitar réttlætis. Eða eins og hann orðaði það: 'This is not revenge. It's punishment'.


Myndin er mannleg að því leyti að aðalsöguhetjan Frank Castle, er algjörlega mannlegur, sem og aðrir í myndinni, þ.e.a.s. engir ofurhetjukraftar. Einnig má segja að maður finni virkilega til með Frank Castle og skilur virkilega afhverju hann gerir það sem hann gerir. Það vill verða í sumum myndum að maður hefur enga samúð með aðalsöguhetjunni og vonar jafnvel að 'vondi kallinn' vinni. Það er ekki dæmið hér, sem er gott.


Ég mæli með þessari mynd fyrir þá sem eru að leita sér að góðri skemmtun og flottri mynd. Þess má geta að ég horfði á hana með nokkrum vinum og bjórum, en ég er viss um að ég hefði notið hennar þrátt fyrir það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
October Sky
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er ein af mínum uppáhaldsmyndum. Myndir segir sögu drengs í kolanámubæ í BNA, og gerist þegar Rússar náðu að senda Sputnik upp á sporbaug um jörðu. Sagan, sem er sérlega hugljúf og falleg, segir sögu stráksins Homers Hickam sem verður hugfanginn af afreki Rússanna og fer að fikta í eldflaugum sjálfur. Helst fjallar myndin þó um samband hans og föður hans sem vill að Homer feti í sín fótspor og fari að vinna í kolanámunni.


Myndin er vel gerð í alla staði, góður leikur og stjórn. Homer er leikinn af Jake Gyllenhaal, þeim sama og lék Donnie Darko í samnefndri kvikmynd. Þetta er algjör 'feelgood' mynd en þrátt fyrir það verður hún aldrei væmin. Hef séð hana þó nokkuð oft og alltaf enda ég myndina brosandi. Þið sem eruð stundum leið á harðsoðnum hasarmyndum sem skilja ekkert eftir sig, þá get ég ekki annað en mælt með þessari mynd. Hef ekki trú á að þessi mynd valdi vonbrigðum hjá neinum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Once Upon a Time in Mexico
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er fullkomið dæmi um það er ekki bara nóg að setja fullt af góðum leikurum í mynd til að hún verði góð. Einvala leikaralið er þarna og má þá nefna en þar skal helst nefna þá Johnny Depp og Willem Dafoe. Þetta eru menn sem tekst oft að rífa myndir úr meðalmennskunni. Það tekst ekki hér enda ekki mikið að vinna með. Það er verið að reyna að endurnýta vinsældir Desperado, og það tekst all hrapalega.


Söguþráðurinn er sundurleitur og oft á tíðum heimskulegur. Ofugt við það í fyrri myndunum El Mariachi og Desperado, þá hefur maður enga samúð með persónum myndarinnar. Manni stendur alveg nákvæmlega á sama þó að hinn og þessi deyji, og þess vegna verður myndin að enn einni 'Hollywood recycle flick' sem skýtur langt yfir markið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Duplex
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Horfði á þessa von um að sjá hérna góða og sæta mynd með einum af mínum eftirlætis gamanleikara, Ben Stiller. Svo gerði ég mér grein fyrir að hann getur stundum verið alveg rosalega pirrandi, sérstaklega þegar hann leikur þessa karaktera sem eru of góðir í sér, og sérlega vitgrannir þegar kemur að mannlegum samskiptum.


Myndin byrjaði svo sem ágætlega og var hlegið nokkrum sinnum. Myndin hélt svo bara áfram í þessum Ben Stiller farsa allan tímann. Þegar myndin var u.þ.b. hálfnuð vorum við farin að velta fyrir okkur hvort ekki eitthvað merkilegt myndi gerast. Það gerði það í raun ekki. Veit ekki alveg með aðra, en það getur farið í taugarnar á mér þegar fólk í bíomyndum gerir hluti sem enginn venjulegur maður myndi gera, einhverja sérlega heimskulega og órökrétta hluti. Þetta er svona mynd þar sem maður segir oft við sjónvarpið: Afhverju ertu að gera þetta? Arghhhh!!


Þessi mynd er lík myndinni (þeirri annars ágætu mynd) 'Meet the Parents' með tíðræddum Stiller. Munurinn er þó sá sú mynd er betri að öllu leyti. Ég get ekki mælt með þessarri mynd, nema þá að þú elskir Ben Stiller eða þá að þú hafir ekki séð neitt með honum áður :)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Starship Troopers 2: Hero of the Federation
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það má segja að þessi mynd sé hálfgert 'spinoff' af fyrri myndinni. Það eina sem þessar myndir eiga sameiginlegt er að það er verið að berjast gegn risastórum pöddum. Annað er það eiginlega ekki.


Ég er mikill aðdáðandi fyrri myndarinnar, enda stórgóð mynd. Þessi mynd er aftur á móti ekki nærri því góð og hin. Hér gerist myndin öll á sama stað, og má segja að myndin sé eitt 90 mínútna atriði. Myndin er hálf illa gerð, með nokkrum sæmilegum leikurum og svo nokkrum sérlega lélegum á milli.


Hafði samt lúmskt gaman af myndinni, ég passaði mig bara á því í byrjun að setja heilann í 'hibernate' á meðan. Það er eiginlega nauðsynlegt ef á að hafa gaman af myndinni, og svo þar að auki að hafa fílað fyrri myndina.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei