Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Collateral
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég sá Collateral á forsýningu í Sambíónum og var ekki vonsvikinn. Tom Cruise leikur leigumorðingja sem þarf að drepa fimm gaura, og tekur leigubílstjóra (leikinn af Jamie Foxx) í gíslingu og lætur keyra sig á milli staða. Myndin gerist aðeins á þessu eina kvöldi. Collateral er hasarmynd eins og þær gerast bestar, hasaratriðin eru ofbeldisfull og raunsæ, ekkert slow motion rugl eða menn að hlaupa á veggjum. Hann Tommi var fæddur fyrir svona hlutverk og er svaðalegur sem illræmdur morðingji, hann brýtur meðal annars nokkra hálsa, stappar á hausum og myrðir mann með því að skjóta hann þrisvar í hausinn. Persónurnar eru frábærar og Jamie Foxx stendur sig líka mjög vel í sínu hlutverki. Það eina sem dregur myndina niður er klisjukenndi endirinn sem er ekki alveg í takt við restina af myndinni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hellboy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það eru til tvær gerðir af góðum myndum. Svokallaðar gæðamyndir, myndir eins og Schindlers List og The Godfather sem yfirleitt eru langar og dramatískar. Og svo eru líka til þær myndir sem eru bara púra skemmtun. Hellboy fellur tvímælalaust í seinni hópinn. Myndin er um hann Hellboy, eða Red eins og hann er oft kallaður af vinum sínum, sem er afsprengi djöfullsins en þó góðhjartaður í eðli sínu. Hellboy berst á móti illræmum skrímslum til að vernda fólkið fyrir þessu. En það þýðir ekki að hann sé einhver heilagur dýrlingur, ó nei, það skemmtilegasta við kauða er það að hann er kaldhæðinn húmoristi sem reykir vindla og rífur kjaft. Persónan Hellboy er hreint út sagt frábær og fer Ron Pearlman á kostum í hlutverki hans. Eins og búast má við er myndin full af hasar og tæknibrellum sem eru mjög vel heppnuð. Myndin fer ekki með CGI út í öfgar, eins og t.d. Hulk, enda er förðunin og búningarnir frábærir. Þó er myndin ekki bara einhver heilalaus hasar, þetta er líka á köflum sæt ástarsaga og dramatísk harmsaga um örlög Hellboy. Það eina sem ég hef kannski út á myndina að setja er að sumir af aukaleikurunum eru ekki alveg að standa sig. En myndin er hörku skemmtun full af gríni og spennu, mæli með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Lost in Translation
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Af einhverjum ástæðum var ég mjög spenntur yfir því að sjá þessa mynd. Hún laðaði að sér stjörnur frá gagnrýnendum eins og segulstál, var með yfir 8 í einkun á IMDB og allir töluðu um hvað hún væri frábær. Ég gerðist aldrei svo frægur að sjá hana í bíó en það var kannski bara eins gott, LIT er ekki 800 króna virði. Söguþráðurinn í LIT er svona: Hamingjusamlega giftur og moldríkur gæji fer til Japan að leika í auglýsingu og fær tvær milljónir dollara fyrir, en honum leiðist (aumingja hann). Og gella sem er útskrifuð úr Yale sem lítur svo vel út að það líður nánast yfir mann þegar maður sér hana er þarna með kærasta sínum og henni leiðist voðalega líka, og fer að gráta í símann út af því (aumingja hún). Síðan hittast þau og fara aðeins að gera grín af því hvað Japanir eru litlir, verða full en þurfa svo að fara heim og kveðjast með kossi. Þar endar myndin og það eina sem gerst hefur er það að gæjinn hefur haldið framhjá konunni sinni og gellan framhjá kærastanum sínum. Það er glæpsamlegt að Sofia Coppola hafi unnið óskarinn fyrir besta handritið fyrir ÞETTA, Ed Wood gæti gert betur.. Ætli pabbi gamli hafi kannski beðið vini sína í akademíunni að vera góðir við stelpuna sína?
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Battle Royale
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

42 nemendur eru settir á eyju í brengluðum leik þar sem þau eiga að drepa hvort annað þar til aðeins einn stendur eftir. Ef þau reyna að flýja eða brjóta reglurnar er hausinn sprengdur af þeim.

Svona er söguþráðurinn í Batoru rowaiaru, ekki flókinn og frekar furðulegur en myndinni tekst einhvern veginn að blanda saman snarklikkuðum blóðsúrhellingum, kolsvörtum húmor og ádeilu á nútíma samfélagið með góðum árángri. Persónusköpunin er frábær og maður fer sjálkrafa að hata suma, en elska aðra í myndinni. Ekki skemmir það heldur að í þarna eru tveir tugir af fáránlega sætum Japönskum stelpum á reiki.

Batoru rowaiaru er hrottaleg (enda var hún bönnuð í Bandaríkjunum) og einhvern veginn alveg hrikalega sick skemmtun. Það er erfitt að lýsa henni, sjón er sögu ríkari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Godfather: Part III
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ímyndið ykkur þetta atriði...

---
Corleone fjölskildan situr við matarborðið sem ein heild. Michael, Fredo, Sonny og allir aðrir í familíunni nema faðirinn Vito. En svo kemur hann, og brjótast þá út fagnaðarlæti. Þau eru að halda upp á afmælið hans...En svo gerist það eins og kaldri tusku sem barið í andlitið á manni að myndin skiptir í annað skot, þar sem Michael situr einn á bekk með ekkert hljóð í kringum sig nema vindinn. Bræður hans eru dánir, annar af hans höndum. Faðir hans er dáinn, móðir hans er dáinn, konan er farin frá honum og hann er einn eftir. Stef myndarinnar spilast og skjárinn verður svartur. Þetta er það sem hann fékk út úr því að stjórna stærstu glæpaklíku Bandaríkjanna, einsemd.
---

Svona endaði partur tvö af trílogíunni, fullkominn endir og eitthvað áhrifamesta atriði kvikmyndasögunnar, svona hefði þetta allt átt að enda. Partur III var tilgangslaus, hann er veikasti hlekkur myndanna og það sem verra er óþarfur. Það að ráðast í að gera þessa mynd var mistök.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Last Samurai
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Já, þessi mynd fer aðeins of frjálslega með sögulega staðreyndir. Já, hún er líka mjög óraunsæ (Tom Cruise verður besti Samúræji japans á örskömmun tíma, og sker niður menn sem hafa þjálfað sverðfimi frá 4 ára aldri eins og hann sé að höggva eldivið). Og já, hún er á köflum mjög klisjukennd á Hollywoodslegan máta. En samt sem áður, er eitthvað við hana sem ég kann að meta. Ég gekk nokkuð sáttur út úr kvikmyndahúsinu. Kannski það sé vegna frábærlega vel útfærðu bardagaatriðanna, og dúllulega ástarsambands krúsarans og sætu Japönsku stelpunar...ég veit það ekki. En ég get þó sagt það að þrátt fyrir marga galla er þetta ágætis rimma, sem er hægt að hafa nokkuð gaman að.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei