Gagnrýni eftir:
Lara Croft: Tomb Raider
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ok flottar tæknibrellur og Angelina Jolie er FLOTT Lara, hún smellpassar í rulluna. Þá eru kostir hennar upp taldir, ef það hefi aðeins verið betri rithöfundur sem hefði verið fenginn að þessari mynd hefði hún verið gullmoli. Í þess stað er sagan heldur innihaldslítil þótt hugmyndin sé góð. Mummy er mun betri mynd í alla staði. Sem sagt ágætis skemmtun en engin snilld.
Highlander: Endgame
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ok þetta var hryllingur. Hugmyndin orðin útslitin og leikarinnir lítu út fyrir að vera útslitnir líka. Það vottar ekki fyrir leik í þessari mynd. Sem sagt algjör þjáning upp á að horfa. Bruce setur ekkert í leik sinn og Lambert sést ekkert auk þess sem hann kemur illa fyrir eins og hann hafi verið illa sofinn fyrir myndatökurna. Tímaeyðsla.