Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Scary Movie 4
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Scary Movie.. Hvað get ég sagt?

Hún er hreinlega GEÐVEIK! Ég hef ALDREI á minni ævi hlegið svona mikið í bíósal! Samt eru atriði sem ekki allir vilja sjá en þau eru alls ekki hrikalega ógeðsleg. Stundum hrekkur maður við en oftast er gert grín af því þannig að maður róast;] Þetta er svaka spennandi mynd og svakalega fyndin! Hún er skrítin og skemmtileg og ég mæli POTTÞÉTT með henni fyrir fólk eldri en 10 ára ;] Höfundur Scary Movie er listamaður!

Þessari mynd gef ég fjórar stjörnur og þar með fullt hús stiga;)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Chronicles of Narnia: The Lion, the Witch and the Wardrobe
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Narnia The Lion, the Witch and the Wardrobe er frábær mynd. Besta mynd ársins! Ég held meira að segja að hún hafi toppað Harry Potter. Það er nú bara útaf því að það var alltof miklu sleppt úr Harry Potter and the Goblet of Fire. Ég sá þessa mynd í gær og ég elska hana! Hún getur látið mann hlæja dátt, en stundum forðast maður það að fella tár. Hún er einsog ég segji stundum sorgleg en hún endar samt vel. Samt finnst mér auglýsingin eyðileggja allt. ég vona að þið takið eftir hvað augýsingin eyðilagði því að ég segji ekkert hér...ég myndi eyðileggja. En þetta er einsog ég segji FRÁBÆR mynd og ég hvet alla til að horfa á hana. Ég á bókina og get ekki beðið eftir því að lesa hana. Ég veit að það koma fleiri Narniu myndir og vonandi bráðlega. ég hvet alla þúsund sinnum til að fara á myndina. Þetta er mynd sem þú villt alls ekki missa af. ég gef þessu meistaraverki fjórar stjörnur! (því það er ekki hægt að gefa fleiri)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Harry Potter and the Goblet of Fire
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér finnst þessi mynd vera besta Harry Potter myndinn hingað til. Hún er mjög skmemmtileg og mér hefur hlakkað mikið til að sjá hana eftir að ég las bókina. Að vísu er mikið tekið úr em gerðist í bókinni og mér finnst ég skilja myndina betur, af því að ég hef lesið bókina. Mér finnst Daniel Radcliffe leika þetta hlutverk frábærlega og sömuleiðis hinir leikaranir. Ég fór á daginn eftir að hún var frumsýnd og það var æðislegt. ég gef þessari frábæru mynd Fjórar stjörnur!


Takk fyrir
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Corpse Bride
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Tim Burton hefur gert mjög góða mynd enn einu sinni. Og þessi fer á top tíu listann. Mér fannst þeta mjög góð mynd og er mjög tilfinningarík og skemmtileg. Hún er mjög lík veruleikanum nema auðvtað útlitið. Þessi mynd hefur að gefa illsku, góðsemi og fynndin atriði, sem eru við hæfi allra aldurshópa. Þessi mynd er mjög skemmtileg og er líka við og við sorgleg. Hún er falleg en auðvitað getur líka komið eitthvað ósmekklegt fyrir, en þessi mynd heitir nú einu sinni The Corpse Bride. Hún kennir manni þá leksíu að dæma ekki bara frá útlitinu, en það gæti verið í lægji ef viðkomandi er dáinn. En þessi mynd er stórkostlegt meistaraverk Tim Bortons og vonandi er hann að byrja á aðrari, jafn skemmtilegri. ég mæli sérstaklega með þessari mynd, og þess vegna gef ég henni fjórar stjörnur.:D

Takk fyrir mig!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei