Gagnrýni eftir:
Kiss of the Dragon
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég ætla nú ekki að tjá mig allt of mikið um þessa mynd...þetta er jú einu sinni bardagamynd og því ekki hægt vera skammast yfir hinu og þessu svo sem ótrúverðugum leik eða eitthvað slíkt. Maður fer væntanlega á svona mynd til að upplifa hraða og spennu en umfram allt flott og vel útsett bardagaatriði. Jet Li er auðvitað snillingur og hann kemur sínu til skila á sambærilegan hátt. Ekki skemmir svo fyrir að tónlistin er hrein snilld í þessari mynd. Söguþráðurinn..... Ja hvað með hann, hann skiptir bara ekki máli. Sem sagt með betri bardagamyndum í langan tíma, hröð, flott og vel útsettar barsmíðar.
Taxi 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd er ekki alveg að standast þær kröfur sem ég geri til Luc og því sem hann kemur nálægt! Þessi mynd er samt sem áður frábær fyrir þá sem unun hafa af fallegum bílum og hröðum atriðum! Tónlistin er líka snilld líkt og í fyrri myndinni franskt rapp ofl. Plottið er hins vegar afar einfallt og húmorinn er mjög ýktur en samt lúmskt góður. Ágætis mynd!
Nikita
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Grenjandi snilld!!!!!! Það þarf í raun ekki að segja neitt meira en svona til að hafa þetta skemmtilegra þá er hér á ferð eitt snilldarverka Luc Besson sem menn verða að sjá. Þetta er spennuræma af bestu gerð og laus við Hollywood fílinginn að mestu leiti!
The Fifth Element
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hér er á ferð enn ein myndin eftir meistara Luc þar sem hann fær til liðs við sig Eric Serra. Útkoman getur í raun ekki klikkað jafnvel þótt að Hollywoodtröllið Bruce Willis fari með eitt aðalhlutverkið þá fer hann bara nokkuð vel með það. Myndin er hröð og spennandi og tónlistin frábær og svo ég tala nú ekki um leikmynd og búninga. Þessi er einfaldlega stórgóð!