Gagnrýni eftir:
Timeline
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég skil bara alls ekkert í þessu fólki hér? Hafði gagnrýnin undir áhrifum þess að þið borguðuð 800 krónur í bíó á hana? Sjálfur tók ég hana á leigu og fannst hún hin ágætasta skemmtun. Handritið gæti verið betra og á köflum illa leikið en allt í allt fannst mér þetta góð mynd og góð hugmynd. Sjálfur bjóst ég heldur alls ekki við miklu eftir að hafa lesið gagnrýni hér. Annars er þetta hin fínasta mynd og ekkert hægt að setja út á þessa hugmynd allavega því mér finnst hún mjög góð. Líka gott hvernig þau höfðu áhrif á framtíðina.
Ég mæli öllum með að taka hana allavega af leigu, kannski er betra að búast við littlu samt.
Þetta fjallar basicly um fornleifanema sem eru að rannasaka gamlar rústir og svo seinna lendu þau í því að upplifa þessa tíma þegar mikið stríð var á milli Frakka og Englendinga og eiga nú þann kost á að breyta framtíðinni. Ástæðan fyrir því að þau yrðu að fara þangað var vegna þess að prófessor þeirra var fastur þarna. Endirinn gæti komið sumum á óvart en mér fannst ansi fyrirsjáanlegur en það var nú ekkert slæmt við það :) Fannst líka Anna Friel fara mjög vel með sitt hlutverk af hendi.