Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Day After Tomorrow
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er mjög vel gerð mynd sérstaklega tæknibrellurnar sem eru mjög flottar. Ég mæli með þessari mynd fyrir þá sem finnst gaman af myndum sem fela í sér mikla eyðileggingu og spennu. Ég held að þessi mynd hafi verið gerð (samt ekki bara útaf því) til að fá fólk til þess að hugsa aðeins um hvað gæti gerst ef mengunin og allt þetta haldi áfram eins og hefur verið síðustu áratugina. En þetta er vísindaskáldskapur og það veit enginn með fullri vissu hvernig framtíðin verður. En ég gef þessari mynd þrjár og hálfa stjörnu vegna þess að hún er mjög vel gerð og flott en er líka í leiðinni mjög spennandi á köflum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Matrix Reloaded
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The Matrix var rosalega góð mynd og maður var alveg agndofa eftir að hafa horft á hana. Ég man eftir því að ég var svo spenntur eftir því að fá að sjá Matrix 2 og hafði miklar væntingar. Og þegar ég sá Matrix Reloaded fannst mér hún stórkostleg, og hún hefði ekki getað orðið betri. Ég skil ekki þá sem fannst hún ekki nógu góð, hverju átti svo sem að breyta? Alla vega mæli ég með þessari mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dumb and Dumber
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ef þú hefur gaman af rugluðum húmor ættir þú að horfa á þessa mynd. Þetta er með þeim betri grínmyndum sem ég hef séð, maður getur alltaf horft á hana aftur og aftur. Auk þess leikur Jim Carrey í henni og flestar grínmyndir með honum eru góðar. Svo að ég mæli með þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Matrix Revolutions
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Zion er að falla, Agent Smith er að ná völdum og þarf að vera stoppaður. Um þetta fjallar myndin í stórum dráttum. Þetta er besta Matrix myndin finnst mér. Fyrsta myndin var með mjög góðum söguþræði og allt svo nýtt. Önnur myndin var með miklum hasar ekki eins mikið fræðandi en samt mjög góð. Þriðja myndin er blanda af þessu báðu og þar með besta Matrix myndin finnst mér. Svo að að ég mæli með þessari mynd eins og öllum Matrix myndunum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei