Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



U-571
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

U-571 er frábær skemmtun og rosaleg spenna. Þetta er topp spennumynd og mæli ég hiklaust með henni sem slíkri. Stjörnugjöf mín er miðuð við það. Þrátt fyrir það get ég ekki orða bundizt hvað snýr að sögulegum forsendum myndarinnar. Ég býst við að um það hvort myndin standizt sögulegar staðreyndir kæri sig fáir um að vita, en því skal nú samt komið á framfæri. Í fyrsta lagi leyfi ég mér að fullyrða að eftir þá meðferð sem kafbáturinn U-571 hafði fengið, fyrst frá bandamanna tundurspilli og síðan frá þeim þýzka, hefði hann fyrir löngu átt að vera sokkinn þegar hann loks sökk, ekki sízt þar sem djúpsprengjurnar sprungu bókstaflega á honum. Þjóðverjar byggðu góða og sterka kafbáta eins og fram kemur í myndinni með réttu en ekki til að þola þennan djöflagang. Í annan stað eru Þjóðverjarnir látnir vera á tundurspilli búnum bergmálstækjum sem notuð voru til að finna út staðsetningu óvinakafbáta. Mér vitanlega bjuggu Þjóðverjar aldrei yfir slíkri tækni, hvað þá djúpsprengjum. Í þriðja lagi var númer á síðunni á tundurspillinum, Z654 eða eitthvað álíka. Skip í Síðari heimstyrjöldinni voru aldrei númeruð á þennan hátt mér vitanlega. Slík númer komu ekki til fyrr en einhvern tímann eftir stríð. “Z” á væntanlega að merkja “Zerstörer” sem er þýzka orðið yfir tundurspilli. Þetta er auðvitað bara þýðing á merkingu Bandaríkjamanna á tundurspillum sínum í dag sem eru merkir með “D” fyrir “Destroyer”. Gott dæmi um þröngsýni Bandaríkjamanna. Svona mætti áfram telja og örugglega skrifa ritgerð ef myndin yrði rannsökuð ofan í kjölinn, en ekki eru föng á því hér. Auðvitað má segja að þetta séu bara smáatriði sem skipti engu máli. Málið er bara að ef menn hefðu hugsað málið betur og vandað sig meira þá hefði verið hægt að gera annars ágæta mynd betri. Þessi “smáatriði” öngruðu mig töluvert þó þau eyðilögðu alls ekki fyrir mér myndina, hún er það góð. Ef einhver telur sig vita betur en ég og getur fært rök fyrir því fagna ég allri slíkri gagnrýni. Í ljósi framanritaðs er U-571 því frá sagnfræðilegu sjónarhóli að mörgu leyti gölluð. En þar sem þessari mynd er svo sannarlega ekki ætlað að vera efni í sögukennslu eða vera sögulegur vitnisburður að neinu leyti er þetta að vissu marki afsakanlegt. Ef fólk vill sjá slíka mynd um kafbátahernaðinn í Seinni heimstyrjöld, þ.e. sem er í takt við raunveruleikann, þá bendi ég þeim sömu á “Das Boot”. En auðvitað er U-571 bara ævintýri sem endar vel og því mæli ég hiklaust með henni sem spennumynd, sem fyrr segir, en bendi fólki á að hafa í huga að hér er EKKI á nokkurn hátt um sögulegar staðreyndir að ræða.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Whole Nine Yards
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Já, ég ætla að byrja á að taka undir það að Roseann Arquette er óþolandi í myndinni með þennan "franska" hreim sinn, þannig að maður virkilega hatar manneskjuna, en er það ekki einmitt tilgangurinn? Matthew Perry er alger vinur í myndinni, en er það ekki alveg í lagi? Bruce Willis er alltaf að leika sama manninn, ekki satt, "John McClaine" týpuna og hvað með það, hann er alltaf flottur! Þannig að myndin er snilld, flottir kvenmenn (nema gamla nornin), hnittnar setningar, og bara trylltur húmor, ég hreinlega sprakk yfir myndinni! Eftirlætis atriði: Þegar vinurinn misþyrmir stýrinu á bílum sínum eftir að hafa gengið í gegnum vítiselda sinnar "heittelskuðu".
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Liar Liar
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hundrað prósent húmor! Þetta er hrein snilld! Þarf að segja eitthvað meira?
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Saving Private Ryan
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær topp mynd, mjög raunsæ þódýrkun Kanans á sjálfum sér sé svolítið þreytandi. Hins vegar angrar mig alveg rosalega hvar Tom Hanks og félagar fá þessar bazooka-ur í lokaatriðinu á myndinni þegar þeir áttu víst ekki að eiga annað en "sticky-bombs" til að stöðva þýzku skriðdrekana í upphafi atriðisins...??? Annars var það mikill galli og slæmur boðskapur að maðurinn sem þeir félagar slepptu í stað þess að skjóta með köldu blóði er látinn skjóta Tom Hanks í lokin. Segir manni að þeir hefðu frekar átt að drepa gaurinn miskunnarlaust. Ekki góður boðskapur!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei