Gagnrýni eftir:
Dracula 2001
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ekki það góð mynd, en hefur eitt sem er svo virði þess að sjá hana... einn mest sjarmerandi Dracula kvikmyndasögunnar. Það ætti að vera nóg, en ananrs hefur þessi mynd fínt andrúmsloft þó allir hinir leikararnir sucka. En Gerard Butler er himneskur þarna, endilega sjáið myndina.
Willard
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Snilld. hrein snilld. Endurgerð fra 1971, sem eg hef að visu ekki seð, en þratt fyrir það get eg sagt að þetta er snilld. Ath. þetta er ekki hryllingsmynd, hun er meira svona undir-tons einhvað.. frekar þung a köflum en bætt með svörtum humor og alveg frabæru shotti með Ben. Auðvitað alveg pure leikur hja Crispin Glover, maðurinn er snillingur. En myndin er æði, endirinn er besti parturinn, sma svona Pshyco tilvitnun, og svo Ben sungið af Crispin sjalfum.
Dungeons and Dragons
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Kannski ekkert nema huge rip-off af Star-Wars, en samt mjög fun að horfa á hana, gerði mikið fyrir mig þegar í sá hana í bíó fyrir nokkrum árum, var sirka 10 ára =) Jeremy Irons í sínum versta leik ever, en samt mjög enjoyable að horfa á hann þarna :) Stelpan pirrandi, en þetta er cool mynd og það er weard að það var aldrei gert mynd eftir spilinu fyrr en svona seint. Og já, alls ekki missa af Richard O'Brian þarna, snilld....
Constantine
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Myndin var kannski ekki fullkomin, en hey nú til dags hvaða mynd er það svo sem? Meðað við þessar myndir í bíó í dag er þessi cool skemmtun. Bara kannski hjá þeim sem kunna að meta svona myndir.... þessi mynd hefur þo eitt frábært sem a skilið hæstu einkun.... hun hefur einn flottasta Satan í kvikmyndasögunni! Já, jafnvel betri en Paciono í The Devil's Advocate. Peter Stormare var æðislegur sem Lucifer. Nóg astæða til að sjá myndina =)
River's Edge
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Góð mynd, á að hafa byggt á sönnum atburðum. Leikurinn í myndinni er framúrskarandi, og er reyndar það flottasta við hana að hún er svo raunveruleg að það er scary... þrjár stjörnur
House of 1000 Corpses
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Snilldarmynd, frábær tónlist, BILL MOESLEY ER HOT!! Sid Haig er fáránlega fyndinn, það er miiiikið af rigningu og mar heldur með vondu köllunum því unglingarnir (30 ára í raunverulegu lífi) eru grunnir, illa leiknir og bara plein pirrandi. :D Rob Zombie er greinilega snillingur á þessu sviði líka, og framhaldið, The Devil´s Rejects kemur fljólega! En ég skil samt alveg þá sem fýluðu hana ekki, þetta er mynd sem auðvelt er að gagnrýna, en þig gleymið að hún nær betur en nokkur önnur andrúmsloftinu úr klassísku horror-myndunum frá the 70´s kvikmyndatímablinu. Fjórar stjörnur, hún fær hálfa aukalega útaf allir hinir gáfu svo hræðilega lítið :S. Takk fyrir... :)
The Anniversary Party
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Svona þokkalega rugluð mynd. Lítur svolítið út eins og einhver hafi tekið hana upp á videocameru heima hjá sér. En myndin er um brúðkaupsafmæli tveggja hjóna, og er einhvað svakalegt drama í kringum það, sem kemur í ljós þegar lengra líður á myndina. Fólkið sem mætir í veisluna er allt frekar svona fucked up á sinn hátt, og skrýtin atburðarrás leiðir í dóp, dans, framhjáhald og bara mjög fyndna atburði. Alan Cumming leikur eitt aðalhlutverkið og leikstýrir myndinni, sem kemur kannski ekkert á óvart hann er svoldið weard samt á góðan hátt. Myndin sýnir að raunveruleikinn er oft hrein snilld.
Son of the Mask
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ja þetta var ekki góð mynd, reyndar veit ég ekki hvað mér fannst gott við hana. Kannski var það Alan Cumming... en hún var kannski ekkert meðað við fyrstu Mask, en samt frekar fyndin og mjög skemmtileg. Hundurinn var líka flottur.
Freddy vs. Jason
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Jæja enn ein umfjöllun, sá sem hefur lesið þetta allt er sorglegur .... (eins og ég). Nú... etta er cool mynd og hefur allt sem þarf: blóð, splass, 2 fyrrum ástfangnar aðalpersónur sem ná aftur saman, hokkígríma, jólapeysa, hnífar og sveðjur, og jafnvel einn kornakur ;) Ættuð að sjá þessa. En hvað hafa allir hérna sonna mikið á móti Jason??? Hann er mj. cool, og Freddy er ekkert svo fyndinn... oft já og hann er scary og allt, en Jason líka! Þrjár stjörnur.
The Rocky Horror Picture Show
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Meeeeergjuð mynd. Frábær húmorinn, persónurnar mj. flottar, tónlistin geðveik, hugmyndin góð..... mynd sem allir þurfa að sjá til að geta lifað....
From Dusk Till Dawn
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Nice mynd. Fyrri helmingurinn er frekar venjulegur bófahasar, og þetta er bætt upp með klikkuðum vampírum og einstökum húmor. Mynd sem það þarf bara að sjá einhvernveginn.... Taranteeno er frábær þarna.
The Prince
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
öööööömurleg mynd. Enn ein rómó gamanmynd... sem eru að vísu allar lélegar, en þessi skar fram úr.... endirinn var fáránlegur, vissi ekki hvað aðalpersónurnar ætluðu að gera, þau bara kysstust og svo kom the end og voða gaman.... Ekki sjá hana og eyða tíma úr lífi þínu í þetta.... Hálf stjarna fyrir leikarana.
King Arthur
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frekar klisjukend þessi... það komu partar sem hún var að verða góð, en þá datt hún aftur niður. Fáránlegt þegar það er hrópað Rus! Og að hafa Keiru í ermalausum kjól í snjónum, meðan allir eru í brynjum og loðfeldum. Hún gerði heldur ekki mikið í myndinni, kom þegar helmingur var búinn og sagði ekki mikið, bara stóð þarna með bogann sinn og var sæt. Þetta er flott saga, en framleiðendurnir hafa gleymt sér við vinsluna. Fyrri helmingurinn snérist ekki út á neitt, það komu fyrir nokkur atriði sem skýra frá sögunni en það var síðan ekkert meira fjallað um það, bara einhverjir misheppnaðir brandarar í samtölunum hjá riddurunum. Maður komst heldur ekki inní persónurnar. Annars ágæt á sumum pörtum.
House of 1000 Corpses
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Cool mynd. Hún var sonna nógu spooky í sjálfri sér... en það sem gerði þetta að hrollvekju var allt þetta ógeðslega dæmi, t.d. flá skynn af einhverju öðru en dýri, skera upp lifandi, pína, nauðga og svo einhvað sé nefnt... og það er bara byrjunin :). Bill sem lék Otis var mjög sonna creepy, eins og allir í klikkuðu fjölskyldunni þarna.... og endirinn.... vá hann er... ehemm jájá hann er flottur... tónlistin er líka fín... flott mynd, allir að sjá! :) OK, kannski ekki allir, bara lítill hópur sem er fyrir sonna lagað... eins og ég :) Svo er líka hægt að hlæja þarna og soleis. Þessi mynd er flott.
Vampires
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Jæja, ágæt mynd svosem. Til að segja sannleikann þá sukkaði hún sko, þessi þarna aðalgaurinn var svoooo ömó og leim og sonna wannabe cool dæmi....algjör karlrembumynd í þokkabót :P En, því allir voru svo leim, þá kýs ég minn uppáhaldskarakter í myndinni Valek, sem átti nú alveg skilið að ganga í dagsljósi garmurinn....En, þessi mynd var nógu asnaleg og ömurleg til að verða fyndin.....Þið ættuð ekki að missa af þessu sko, bara vera bjartsýn og þar sem á að segja ojj :( á bara að segja HAHA :D Mjög hátt....
P.S. Hún er svooo EKKI ógeðsleg.... Eins og ég sagði, bara fyndin.... :)
Queen of the Damned
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Queen of the Damned á að vera hálfgert framhald af Interview with the vampire, en aðdáendur Int. ættu ekki að hugsa um hana sem slíka. Það sem ég frétti að hefði gerst var að Anne Rice skrifaði nokkrar bækur sem urðu að heimsfrægri vampíruseríu, og þar á meðal voru fyrstu 3 bækurnar Interview with the vampire, The vampire Lestat og The Queen of the Damned. Fyrsta bókin var kvikmynduð fyrir nokkrum árum, og á hún að hafa heppnast vel. Bókum nr. 2 og 3 var þjappað saman í eina fáránlega mynd, þar sem það voru eins fáar persónur notaðar úr bókunum eins og hægt er, meira að segja vantaði Louis! En þrátt fyrir allt, ef þið hugsið um Queen of the Damned sem asnalega, en skemmtilega, sjálfstæða mynd þá ætti hún að vera fyrirtaks skemmtun. Plús það að tónlistin er geðveik og Lestat ótrúlega sætur. Einhvað sem enginn vampíruunnandi ætti að missa af !!!
Van Helsing
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Gegggjuð mynd. Venjulega á sonna myndum, þið vitið svona varúlfa vampíru dót, þá fer ég á þær með þvílíkum væntingum....og verð oftast vonsvikin. En þarna hélt ég að ég myndi gera sömu mistök aftur, því Hugh er eitt af uppáhöldunum mínum. Og ég verð að segja að þó að væntingarnar voru miklar var myndin 10x betri en ég bjóst við :D Hún hrein snilld. Dracula, Varúlfum og Frankenstæn er blandað saman í alveg nýrri sögu, með frábærri útkomu. Það eru nokkur eftirminnileg atriði í myndinni, s.s. flottar tæknibrellur, eitthvað djúpt sagt eða svoleis. Ef það er eitthvað sem ég á að setja útá, þá er það klæðnaðurinn hjá stelpunni, hann fer alveg svakalega í taugarnar á mér. Annars eru allir leikararnir, og engin undantekning, frábærir og smellpassa inní hlutverkið. Þó svo að Hugh Jackman er uppáhaldið mitt þarna, þá er gaurinn sem lék Dracula alveg geðveikur í þessu. Sumstaðar er umhverfið líka svo flott, eins og á dansleiknum eða í tilraunarstofunni... að manni finnst manni vera að dreyma. Svo náttúrulega slatti af húmor. Allavega, ein af bestu myndum sem ég hef séð, og á skilið 10 stjörnur.
Once Upon a Time in Mexico
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Once upon a time in Mexico er fín mynd. Johnny Depp leggur undir sig myndina með of góðum leik eins og venjulega. Persónulega finnst mér Salma Hayek eiga ekki vera svona ofarlega á lista aðalleikara, því hún kemur sáralítið fram í myndinni. Það var síðan sniðugt að hafa Enrique með, hann komst í gegnum myndina með ágætum leik. Það sem mér finnst um myndina er að fyrri helmingur virkar eins og James Bond mynd, frekar boring. Svo í seinni helmingnum fer eitthvað að gerast með atburðarásina, og allt draslið fer af stað. Þó að endirinn er ekki eins og þeir gerast bestir, þá skilur maður nóg og getur snúið heim úr bíó sem hæstánægðastur. Myndin er bætt upp með nokkrum frekar mjög ógeðfelldum atriðum í lokin, sem að ýtir undir alvarleikan þarna. Þó það sé ekki hægt að kvarta undan Antonio Banderas þá var hann ekkert spes, en karakterinn var flottur. En ég hrósa Johnny fyrir frábæra frammistöðu fyrir leik sinn.