Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



A Little Trip to Heaven
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þar sem ég er ekki mikill aðdáandi Baltasars Kormáks, var ég nokkuð laus við ofuvæntingar til þessarar myndar, bjóst ekki við neinu sérstöku enda búinn að heyra frá ýmsum að hún væri nú ekkert snilldarverk. Því gat ég alveg eins átt von á að hún gæti komið mér skemmtilega á óvart. Var reyndar búinn að sjá trailerinn sem mér fannst ekki segja mér neitt um hvað myndin væri.


Ætla að byrja á að viðurkenna að ég pældi meira í flestum atriðum en ég geri venjulega með dæmigerða Hollywood-mynd, kannski ekki skrítið, en það getur verið ástæða þess að ég dæmi þessa mynd frekar hart.


Helsti kostur myndarinnar að mínu mati er fín myndataka og alveg brilliant tónlist eftir Mugison (sem er bara snillingur). Forest Whitaker lék bara helvíti vel en sama er ekki að segja um Juliu Styles. Ég veit ekkert um þessa leikkonu en hennar leikur var bara flatur og líflaus. Veit ekki hvort það er henni að kenna alfarið eða bara slakri leikstjórn. Jeremy Renner (Fred/Kelvin) var ágætur.


Það sem stakk mig mest var leikmyndin sem mér fannst oft ótrúverðug og yfirdrifin. Alltof mikið um svona spreyjaða drullu og snjó sem var mjög gervilegt. Sem Íslendingur er ég alltaf viðkvæmur fyrir því að snjór sé ekki úr plasti heldur ekta.


Sagan var ágæt að ýmsu leyti og myndin náði alveg að halda athygli manns. Maður var forvitinn að vita hvað myndi gerast næst og það var enginn dauður punktur í henni. Fínt flæði. En mér fannst helst til mikið um svona dæmigerðar Hollywood-klisjur. Sem dæmi: Vetvangur slyss... lögreglan vaktar staðinn og mannfjöldi hefur safnast að og stendur fyrir aftan gula borðann. Máður kemur að, röltir í gegnum hópinn, stígur létt yfir borðann og inn á lokaða svæðið án þess að löggan geri við það athugasemd. Svona dæmigerð sena sem maður hefur séð milljón sinnum áður. Fleira í þessum dúr má sjá en ég ætla ekki að fara skemma fyrir og blaðra um það.


Það vara gaman að sjá fallegt íslenskt landslag inná milli og kunnuglega staði í Reykjavík og annarsstaðar á landinu. Æ, kannski er þetta bara ágætis mynd eftir allt. En samt... var ekki alveg nógu ánægður með hana.


Stærsti mínus, slakur leikur í heildina, hvort sem það er leikurum eða leikstjóra að kenna.




Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei