Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Forgotten
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The Forgotten er vægast sagt óvenjuleg mynd. Myndin fjallar um konu að nafni Telly Parada (Julianne Moore) sem er enn í djúpri sorg eftir son sinn sem hafði farist 14 mánuðum áður. Einn daginn fara hins vegar skrítnir hlutir að gerast; öll sönnunargögn um tilvist sonar hennar virðast hverfa sporlaust. Svo er Telly sagt að sonur hennar hafi aldrei verið til; að hún hafi búið sér til minningar um líf hans. Telly er hins vegar sannfærð um annað og brátt fara dularfullir hlutir að gerast sem staðfesta grun hennar um að hér sé eitthvað virkilega óvenjulegt á seyði.... The Forgotten er virkilega heillandi og veluppbyggð mynd með öðruvísi og mjög dularfullu plotti. Sterk frammistaða leikaranna og þá sérstaklega Julianne Moore og afbragðshandrit gera þetta að einni af eftirminnilegustu myndum þessa árs.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Fahrenheit 9/11
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Enn á ný kemur frábær áróðurs-heimildarmynd úr smiðju Michael Moore. Í þessari mynd fjallar Moore aðallega um Bush; þá staðreynd að hann hafi verið varaður við árásunum 11. september langt áður en þær gerðust; viðbrögð hans og stjórnar hans; tilgangslaust stríð hans á hendur Írak og hugsanlegum tengslum hans við bakhjarla hryðverkaárásanna. Hann heldur því fram að Bush og hans menn hafi hagnast mest á árásunum og setur fram ýmis aðrar samsæriskenningar tengdar því. Pælingarnar hans eru settar fram á mjög skemmtilegan hátt og góð tónlist heldur manni mjög vel við efnið. Þrátt fyrir ýmsar góðar pælingar á Moore þó til að auka aðeins við staðreyndirnar til að gera þær áhrifameiri en maður sættir sig samt alveg við það. Ég mæli sterklega með að allir sjái myndina og ef ykkur líkaði Bowling for Columbine á ykkur örugglega eftir að líka Fahrenheit 9/11.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Whole Ten Yards
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Árið 2000 kom út grínmynd með þeim Bruce Willis (Die Hard, 6th Sense) og Mattew Perry (Three to Tango, Friends) sem nefndist The Whole Nine Yards. Mér leist ekkert svo vel á þá mynd, enda Matthew Perry ekki tekist nógu vel að skapa eins góðan karakter á hvíta tjaldinu og honum hefur tekist í Friends. Bruce Willis hafði verið að gera myndir eins og Armageddon og Story of Us rétt áður, þannig að ég batt ekki heldur miklar vonir við hann. Útkoman var hins vegar hin fínasta mynd, ekkert einstök, en þó ágæt grínmynd. Það sama má eiginlega segja um framhaldið. Tannlæknirinn Oz (Perry)lifir í stöðugum ótta yfir að Gogolak-liðið, sem hann átti þátt í að myrða í fyrri myndinni, muni hefna sín. Skyndilega er konunni hans, Cynthiu, rænt og Lazlo Gogolak heimsækir Oz og biður hann um að vísa sér á Jimmy The Tulip (Willis). Oz fer þá og leitar hjálpar hjá Jimmy og leiðir þannig Lazlo og menn hans til Jimmys og upphefst þá ruglingsleg atburðarás sem leysist þó að lokum. Myndin var yfir heildina ágætismynd og Lazlo Gogolak afbragðsvel skrifuð persóna sem fær mann oftar en ekki til að brosa. Stemningin í bíósalnum þegar ég sá hana var ekkert geðveik og gæti það hafa haft áhrif á álit mitt. Mæli ekkert endilega með henni í bíó en endilega takið hana á spólu og myndið ykkar eigin álit.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Kill Bill: Vol. 1
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær mynd. Quentin Tarantino er mættur enn á ný og tekst frábærlega upp enn á ný. Black Mamba (Uma Thurman) var talin af eftir að meðlimir dauðasveitar Bills höfðu framið fjöldamorð í brúðkaupi hennar. Hún vaknar úr dái eftir rúmlega fjögur ár og er þá eina takmarkið hennar að útrýma öllum meðlimum dauðasveitarinnar og svo Bill sjálfum auðvitað. Stórkostlega vel heppnuð bardagaatriði í bland við góða kafla inn á milli gera það að verkum að Tarantino rígheldur manni föstum í sætinu frá fyrstu til síðustu mínútu. Þessi manga kung-fu stíll yfir bardagaatriðunum gera þau enn magnþrungnari og áhrifameiri og þar af leiðandi betri: mikið blóð, ýktar hreyfingar og kraftmikil tónlist. Glæsileg mynd sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara og svo verður hægt að dæma hana af meira viti eftir að seinni hlutinn er kominn en mjög góð byrjun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Kill Bill: Vol. 1
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær mynd. Quentin Tarantino er mættur enn á ný og tekst frábærlega upp enn á ný. Black Mamba (Uma Thurman) var talin af eftir að meðlimir dauðasveitar Bills höfðu framið fjöldamorð í brúðkaupi hennar. Hún vaknar úr dái eftir rúmlega fjögur ár og er þá eina takmarkið hennar að útrýma öllum meðlimum dauðasveitarinnar og svo Bill sjálfum auðvitað. Stórkostlega vel heppnuð bardagaatriði í bland við góða kafla inn á milli gera það að verkum að Tarantino rígheldur manni föstum í sætinu frá fyrstu til síðustu mínútu. Þessi manga kung-fu stíll yfir bardagaatriðunum gera þau enn magnþrungnari og áhrifameiri og þar af leiðandi betri: mikið blóð, ýktar hreyfingar og kraftmikil tónlist. Glæsileg mynd sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara og svo verður hægt að dæma hana af meira viti eftir að seinni hlutinn er kominn en mjög góð byrjun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
S.W.A.T.
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær kvikmynd. Þegar unnið er með efni eins og sérsveitina í Bandaríkjunum verður að vanda til verks. Mér finnst framleiðendum hafa tekist einstaklega vel upp sem lýsir sér í hnyttinni, hraðri, spennandi og umfram allt skemmtilegri mynd frá upphafi til enda. Samuel L. Jackson bregst ekki frekar en fyrri daginn og hin ört vaxandi stjarna Colin Farrell sýnir enn og aftur að hann er ekki bara sætt andlit. Án efa ein betri mynd þessa árs og hvet ég alla til að fara á hana. Svo minni ég í leiðinni á Kill Bill og Matrix Revolutions sem verða sýndar á næstu vikum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Bad Boys II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Meistari Michael Bay og Jerry Bruckheimer taka enn og aftur höndum saman. Fyrri myndir þeirra hafa verið alræmdar fyrir góðan hasar en galla í söguþræði. Bad Boys II er ekkert frávik. Bad Boys II er góð afþreying og skemmtilegur húmor inn á milli en engin uber mynd. Einstök kvimyndataka með flottum brellum og flott hasaratriði halda myndinni uppi sem er kannski ekkert mynd ársins en samt ágætis afþreying og þess virði að labba út á leigu og taka, þó ég mæli ekki með henni sem mynd til að fara á í bíó. Kíkið á hana og ákveðið sjálf.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei