Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Cats and Dogs
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hreint og beint frábær mynd með skemmtilegum persónum eins og Bárður (Lou) og Rússinn, svo voru ninjurnar líka skemmtilegar en þar sem hundarnir eru góðu gæjarnir get ég ekki gefið myndinni þrár stjörnur (sem kattavinur segi ég að kettirnir ættu að vera góðu gæarnir) en ég vona að þið getið skemmt ikkur við að horfa á myndina.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
You've Got Mail
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég segi það hér og nú að þetta er versta dramamynd sem ég hef séð og einnig er hún alveg út í hött þar sem verstu óvinir ræða saman í gegnum tölvupóst og verða svo ástfangnir á endanum og voða væmið eitthvað. Ég mæli með því að þið eyðið tíma ykkar ekki í að horfa á hana því hún er hreint og beint hundleiðileg og frekar myndi ég vaska upp en horfa á hana. Í stað þess að gefa stjörnur gef ég henni þrjá fílukalla :( :( :(
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ghostbusters II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er hrein snilld. Að vísu ekki eins góð og fyrri myndin en samt góð. Tæknibrellurnar eru bara ágætar miða við hve gömul myndin er, ef þið viljið vita meira lesið þá fyrri greinina mína um Ghostbusters 1 eða bara horfið á myndina.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ghostbusters
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er hrein snilld og ættu allir að sjá hana sér til skemmtunar og ánægju þar sem hún er bæði ævintýraleg og fyndin. Svo er það sem þeim dettur í hug til að fanga draugana snillarlegt. Þessi mynd er vel leikin og einnig með góðum leikurum sem fíla sig alveg í botn í myndinni. Fleira vildi ég ekki sagt hafa og endurtek það að allir ættu að sjá þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Lara Croft: Tomb Raider
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Tomb Raider Hér er loksins kominn mynd um hana Löru kroft og var tími komin til því leikurinn er búinn að vera vinsæll og þeir sem kunna sem að kunna að meta góða leiki verða ekki fyrir vonbrigðum með þennan leik og ekki er myndin síður góð og ég sjálfur held að þetta sé það sem beðið hefur verið eftir en samt er dálítið asnalegt með að Lara fer alltaf léttu leiðina en ekki þeir sem áttu að vita svo mikið um þetta en graffíkin og hljóðið er hreint og beint frábært og mætti gera aðra svona mynd en þá ekki hafa allt svona auðvelt fyrir Löru eins og með klukkuna sem hún fann undir stiganum og það að krakkinn hjálpaði henni inn í hofið þar sem fyrsta brotið var og að hún fann ákkurat vegginn þar sem upplísingarnar voru um hvað átti að gera en að öðru leiti mátti hafa gaman af myndinni. P.s. vona að þið skemmtið ykkur vel á myndinni þið sem hafið ekki séð hana. Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Mummy Returns
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mummy Returns er alveg geðveikt góð mynd og vel gerðar tækknibrellur en það sem vantaði í þessa mynd voru plágurnar úr fyrri myndinni því þar var sagt að Imotep myndi koma með tíu verstu plágur Egiftalands með sér eins og eingisprettufaraldur og ílfurnar. En vegna þess hve frábærlega gerð þessi mynd er þá er ekki hægt að gefa henni minna en þrjár og hálfa stjörnu sem er bara svaka gott. Ég vona að það verði búin til önnur mynd og ekki gleimt plágunum þá. Takk fyrir
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Toy Story 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér fannst TOY STORY 2 mikið betri en númer eitt, til dæmis var miklu meira grín í þessari. Þegar ég horfði á TOY STORY 1 langaði mig að vita fiyir hvað Viddi varð frægur og þess vegna frábært að sína það í mynd númer tvö hví Viddi varð frægur og ég segi því bara að þetta er besta teiknimind sem ég hef séð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Toy Story
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

TOY STORY er mjög góð kvikmynd en það mætti vera meira grín í henni og mér finnst að þaðsé asnalegt að seta hermennina í það asnalega hlutverk að koma fyrir talstöð í einhverjum asnalegum blómapotti. Svo ef TOY STORY yrði endurgerð ætti að vera meira grín og hermennernir fá flottara verkefni með meiri áhættu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei