Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The League of Extraordinary Gentlemen
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hvað skeður þegar góð teiknimyndasaga er tekin í Hollywoodhakkarann og gerð að bíómynd?

Þessi óhugnaður.


Hreinlega með betri teiknimyndasögum allra tíma er tekin þarna og slátrað eins og svíni.

Allt við þessa mynd er lélegt meira segja sir sean connery nær engu flugi.

Af fullri alvöru segi ég við alla sem hafa hugsað sér að sjá hana. LESIÐ BÓKINA.

það sama gildir um From Hell
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Kill Bill: Vol. 1
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Svona eiga hasarmyndir að vera.

Það er nú bara vonandi að aðstandendur mynda eins og Matrix revolutions og LXG geti lært aðeins af meistara Tarantino.

Ofbeldið er súrealískt í stíl við anime myndir, Uma Thurman er eins og Clint í spaghetti vesrunum gömlu. Tónlistin er alger snilld sem og myndin öll.

Og hún er betri í annað sinn.


einn galli hléið er of langt.. fram í febrúar
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Matrix Revolutions
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Andskotin hafi það.

Ég bara get ekki annað en sagt að Revolutions og Reloaded séu vonbrigði og peningaplokk. Keanu Reeves sem náði sínum hápunkti sem leikari ´89 í Bill and Ted er álíka skemmtilegur og malaría,kemestríið milli hans og Carrie Ann Moss er eins og milli tveggja steina og Laurence Fishburne er tilgerðarlegur og leiðinlegur. Sá eini sem gerir eitthvað sem líkist því að leika í þessari mynd er Hugo Weaving restin er gersamlega hæfileikalaust pakk.

Það er ekkert nýtt í þessari mynd hún hreinlega saurgar hið góða nafn fyrstu myndarinar sem hefði átt að fá að standa ein og án lélegra rip-off mynda.

Það er ekki neinn vafi í mínum huga að það eigi eftir að reyna að kapítalísa á þessari hugmynd en meir. Prequel munu koma.

Ég mæli eindregið með því að fólk taki frekar sinn 800 kall og fari á Kill Bill ef það þarf að fara í bíó. Annars er blessunarlega stutt í Hilmi og endurkomu hans.

Þegar númer 4, 5 og 6 koma verð ég heima að horfa á málningu þorna.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Exorcist: The Beginning
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég get ekki sagt með hreinni samvisku að ég hafi verið ánægður með þessa mynd. vesenið í kringum hana leikara, leikstjóra, handritshöfunda og nánst fullkomin útskipting á crew-inu, voru ekki til að gera þetta meira freistandi bita. Þar sem þegar svona vesen er þá er það bókað mál að myndin er ekki góð. En myndin stendur Exorcist svo langt að baki hvað allt varðar að það er sorglegt. Hún er engan vegin jafn ógnvekjandi, þegar mynd með svona þykktplott er látin ganga út á blóð, innyfli og bregðuatriði þar sem málið er að hafa sem mestan hávaða eins og í hýenuatriðinu. Það var svo eitt sem fór svo rosalega í mig og það var ósamræmi og vitleysur í henni. Í byrjun var kirkjan byggð árið 5 eftir krist samkvæmt gaurnum sem réð Merrin til að ná í djöflastyttuna. Svo þegar séra Francis segir Merrin söguna var kirkjan byggð 1500 árum fyrr. Svo það að Býsanska keisaraveldið hafi verið kristið árið 5 eftir krist er bara vitlaust, býsantíska keisaraveldið eftir því sem ég hef lært var rómverska keisaraveldinu skipt upp árið 395 eftir krist og þá varð bysantíska keisaraveldið til. Munar 390 árum þarna. En með myndina. alltof mikið lagt uppúr blóði og ógeði, fyrstu 95 mínútunar eru hundleiðinlegar og eiga mikið meira skylt við myndir eins og Event Horizon, Hellraiser og þess háttar hryllingsmyndir, það er ekkert nema nafnið á Merrin sem tengir þessar fyrstu 95 mínútur við Exorcist. síðustu 20 mínúturnar eru fínar þá er komin meiri exorcist í þetta skrípi. Myndin er engan vegin nógu góð til að bera Exorcist nafnið, hún á meira skilið við myndir á borð við Event Horizon þessa óheilögu þrenningu Exorcist, omen og Rosemary's baby. Mæli frekar með því að þið kíkjið á Orginalin
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei