Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Star Trek V: The Final Frontier
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Star Trek nær botni í þessari einstaklega lélegu mynd sem leikstýrð er af sjálfum kafteininum William Shatner. Í henni leita Kirk og félagar að sjálfum guði og finna hann, ja svona eða þannig. Myndin er illa skrifuð, illa leikstýrt og illa leikin og örugglega óska flestir Trekkarar að þessi mynd hefði aldrei verið gerð. Bara tilhugsunin um Spock að syngja Row, row, row you boat er nóg til að maður fái martraðir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei