Gagnrýni eftir:
Mr. Brooks
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Æði Bara stutt og létt frá mér. Þessi mynd fanst mér æðisleg. Ég er svona spennutrylla, sálfræðimisteríu, hryllingsmynda fan nr. 1 og þessi mynd var sko allvega að flokkast vel í mínar bækur. Mæli hiklaust með henni. 4 stjörnur frá mér takk.
Lady in the Water
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég ætla ekki að fara neitt djúpt í það hvernig myndatakan og hljóðið og tæknileg atriði eru í þessari mynd. Þetta er engin súper mynd og mætti margt betur fara EN það er eitthvað heillandi við söguna á bak við atburðarásina og þessi mynd náði allavega að halda mér fastri til enda.Mér fanst hún bara fín. Sem afþreying er þetta fín mynd bara svona fyrir þá sem spá meira í því en tæknilegum atriðum.
Out of Time
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta er ein af fáum myndum sem náði virkilega minni athygli, hún er spennandi og plottið er gott. Denzel kallinn klikkar aldrei og stendur sig alltaf jafn vel sama hvaða hlutverk það er virðist vera og mótleikararnir sýna ekki verri frammistöðu í þessari mynd. Denzel leikur lögregluþjón sem er ný skilinn og lendir í mjög vafasömu ástarsambandi en fyrr en varir er hann fastur í snilldar plotti þar sem hann er fórnarlambið og á sér varla viðreisnar von.Það er ekki oft sem myndir ná manni svo vel að maður er farinn að hvetja aðal persónuna áfram í huganum og nánast hrópar upphátt hvað hann eigi að gera og hvert hann eigi að fara. Þetta er mynd sem nær manni alveg frá upphafi til enda.Spennumynd sem vert er að horfa á.