Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Ástríkur
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég verð að segja að svona til að byrja með að ég var svolítið hissa á því hvað þessi mynd kemur seint hingað á klakan þar sem ég sá hana þegar ég var á ferðalagi um Evrópu fyrir ári síðan. Jæja hvað með það. Þessi mynd er önnur í röðinni um þá félaga Ástrí og Steinrík, sem er nánast óþarfi að kynna fyrir flestum þeim sem á annað borð hafa lesið teiknimyndabækurnar um þá félaga. Þó svo að myndin fylgi ekki söguþræðinum úr samnefndri bók um þá, þá er hún hin besta skemmtun og hafði ég mjög gaman af henni. Að vísu man ég ekki svo glöglega eftir söguþræðinum, en get þó sagt að enginn kemur fýldur út af þessari. Ég verð að taka fram að ég veit ekki hvernig myndin virkar á mann með íslensku tali þar sem ég sá hana með orginal rödunum. Vonandi skemmir það ekki fyrir því og þið skellið ykkur á þessa með hlátur í huga.

Með kláp kveðjum

Mike
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei