Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Twisted
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég skellti mér á Spennutryllinn Twisted um daginn í von um að sjá góða mynd sem gæti komið manni á óvart. Raunin varð nú ekki sú og þetta er bara ein af þessum myndum sem allir hafa séð áður, bara verri. Myndin fjallar um Jessica Shepard(Ashley Judd) sem missti foreldra sína þegar hún var yngri, John Mills(Samuel L. Jackson) tók hana þá að sér þar sem hann lofaði föður hennar því, þeir voru félagar í löggunni. Svo fara líkin að koma alltaf eftir að Jessica sofnar(áfengisdauði). Hún fer svo að rannsaka þessi mál sjálf, með hjálp Mike Delmarco(Andy Garcia) og allt virðist hreinlega benda á Jessica sjálfa. Ég get svosem ekki sagt mikið meira en ég get þó sagt það að þessi mynd er með alveg fáránlega lélega og fyrirsjáanlega sögu. Það er alltaf verið að troða því ofan í mann hver morðinginn er. Leikurinn er alls ekkert frábær heldur, ofleikur stundum.


En já, ef þið viljið sjá hve léleg hún er að þá endilega skellið ykkur á hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei