Gagnrýni eftir:
Downfall
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég bjóst alls ekki við miklu þegar ég labbaði inn í bíósalinn og settist í sætið mitt. En þvílík mynd sem þetta var. Hún var hreint út sagt mögnuð, og mæli ég með henni fyrir alla sem þekkja eitthvað til seinni heimstyrjaldarinnar. Bruno Ganz fer á kostum sem Hitler og allir hinir leikararnir eru líka að gera mjög fína hluti. Þá sérsaklega leikarinn sem lék Göbbels. Lang besta mynd sem ég hef séð á árinu.
Cold Creek Manor
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þegar ég tók þessa mynd þá bjóst ég við frekar slappri spennumynd, og það var rauninn maður vissi næstum allan tíman hvað myndi gerast og hver væri morðinginn. Mér fannst þessi mynd vera frekar vel leikinn og frekar flott sett upp en það vanntaði alveg spennuna í þetta sem ég bjóst við.