Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Black Knight
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Myndina Black Knight sá ég fyrst um síðustu helgi og þvílíkt leiðindarugl. Venjulega þá finnst mér Martin Lawrence verulega fyndinn en ég hef aldrei séð hann verri en í þessari. Þessi mynd er ótrúlega illa gerð og þá kannski útaf því að þeir eyddu nánast öllum peningnum í Lawrence. Ég þraukaði varla út myndina en fyrst ég fór nú út á leigu og borgaði fyrir það að horfa á hana þá ákvað ég að klára hana. Myndin er illa klippt, hrikalega langdregin, söguþráðurinn er, leiðinlegur og síðan slatti af mistökum (sérstaklega þegar hann fór út í lækin og þá sást hann busla upp á bakkann þegar hann kom síðan ekkert uppúr heldur var hann þá komin á fornöld). En fyrir alla þá sem vilja sjá misheppnaða Martin Lawrence mynd takiði þessa. :)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mr. Deeds
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Adam Sandler er mjög góður í þessari eins og svo oft áður.

En þannig er að Adam Sandler leikur mann sem bjó í litlu þorpi en er síðan svo......heppinn ef maður getur sagt það að erfa mjög mikinn pening af eitthverjum látnum frænda sínum sem að hann vissi ekki einu sinni af. Þetta þróast síðan bara út í mjög skemmtilega grínmynd sem ég mæli eindregið með.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Reign of Fire
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er svona tæknibrellumynd með engum söguþræði. Þetta eru samt góðir leikarar en það vantar bara eitthvern söguþráð. Ég bjóst við meiru.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei