Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Karlakórinn Hekla
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Með þeim skemmtilegri íslenskum myndum sem ég hef séð. Söguþráðurinn er aðallega sá að Karlakórinn Hekla undirbýr reisu til Svíþjóðar og Þýskalands. Max Werner, einn meðlima í kórnum og náinn vinur Möggu, undirleikarans, fellur frá á einni æfingunni. Hann arfleiðir kórinn af öllum sínum eignum til að gera þeim kleift að taka þessa reisu með stæl. Inni í atburðarrásina flækjast dáleiðslur, gamlar ástkonur og eitthvað sem virðist í fyrstu vera afturganga.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Kangaroo Jack
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Guð mér fannst þetta svo HUNDleiðinleg mynd!!!!

þetta er týbísk mynd sem maður nennir ekki að horfa á nema einu sinni!!!

Söguþráðurinn er alltaf eins: Pirrandi dýr, tveir kallar að flýja undan mafíósum, peningar, stelpa og svo endar allt vel og annar kallinn og stelpan elska hvort annað og bla bla bla.

ég var að vonast til þess að þessa væri svoleiðis mynd að maður gæti hlegið mikið...en ég held að ég hafi hlegið af 2, kannski 3 atriðum.

Pirrandi mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei