Gagnrýni eftir:
Knocked Up
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd fjallar um mann og konu sem upplifa skyndiynni, hún verður ólétt og þau ákveða svo að reyna að láta þetta ganga.
Myndin er fyndin á köflum en mér fannst persónunar og þó sérstaklega aðalpersónan leiðinleg og því lengra sem leið á myndina því meira hataði ég aðalpersónuna.
Eflaust verið hugmyndin að sækja í samúð feitra, heimskra amerískra karlmanna. En það mistókst minnstakosti á mig.
Í heildina myndi ég segja að þetta væri allt í lagi, heilalaus gamanmynd sem er að reyna að vera eitthvað sem hún er klárlega ekki.
Thank You for Smoking
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Thank you for Smoking fjallar um talsmann stærstu tóbaksfyrirtækjana. Meðan starfið er ekki það vinsælasta í heimi sýnir myndin hvernig hann tekst á við starfið, athyglina og fjölskylduna. Þessi mynd er í senn spennandi, fyndin og mjög athyglisverð. Mæli með henni!
The Pacifier
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Allt í lagi sunnudagsmynd fyrir fjölskylduna en ekki mikið meira en það. Þessi mynd minnir óneitanlega á Mr. Nanny eða álíka kvikmyndir þar sem action hetjur Bandaríkjana setja á sig svuntu og reyna að virðast vera fjölskylduvænni. Vottar líka fyrir áhrifum frá 3 Ninjas þar sem litlir krakkar lumbra á vitlausum vondum köllum. Söguþráðurinn er mjög fyrirsjáanlegur, leikurinn í meðallagi en í heildina alveg þolanleg mynd.
Timeline
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Myndir og þættir sem hætta sér út á sögur um tímaflakk að mínu mati enda ALLTAF í tómu bulli. Timeline er engin undantekning þar og er söguþráðurinn einhver sá allra þunnasti. Ef það væri ekki fyrir áhuga minn á miðöldum hefði þessi mynd fengið fýlukall en hún er ósannfærandi, illa leikin á köflum og mjög fyrirsjánleg. Þetta er varla eitthvað sem ég myndi hætta mér út í á myndbandaleigu.
Van Helsing
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég fór á Van Helsing með mjög takmörkuðu hugarfari og hafði í raun ekki hugmynd um hvað ég var að fara á. Á móti mér tók þrælskemmtileg ævintýramynd sem kom mér skemmtilega á óvart. Myndin er betur skrifuð en megnið af þeim vampírumyndum sem ég hef séð í gegnum tíðina. Skelltu þér á þessa.
Underworld
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hollywood er þekkt f. að skemma góð ævintýri eins og göðsögurnar um Vampírur og Varúlfa svo maður var kannski ekki með miklar væntingar þegar maður fór á myndina.
Mér fannst sagan góð, myndatakan flott og yfirhöfuð gaman af myndinni. Myndi eflaust gefa henni hálfri stjörnu meira ef þeir hefðu ekki ofgert endinum svona rosalega.
Þessi mynd er vel þess virði að kíkja á hana í bíó og ef þú hefur áhuga á vampírum og varúlfum, ennþá frekar.
Legally Blonde 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Legally Blonde 2 er einhver sú allra versta mynd sem ég hef séð um æfina og hef ég séð minn skammt af kvikmyndum. Myndin er langdregin og svo ótrúlega barnaleg að The Postman gæti jafnvel fengið tilnefningu til óskarsverðlauna. Ef þú ert ekki 5 ára stelpa sem kannt Clueless utanaf, haltu þig frá þessari.
Hulk
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Satt að segja óttaðist ég að ég væri að fara aftur á Godzilla þegar ég steig inn í Laugarásbíó fór um mig deja-vu tilfinning.
Myndin byrjar hægt, en lofar þó góðu framanaf, eftir hlé kemst hreyfing á hlutina og maður fær að sjá einhverjar flottustu tæknibrellur seinni tíma. Maður kemur þó ekki í bíó til að skoða tæknibrellur (minnstakosti ekki ég) og í lok myndar þá finnst manni eins og manni hafi verið hent út úr flugvél með matarpakka í stað fallhlífar því fyrri hlutinn er útskýrður möjg vel en endirinn og atburðarrásin þar er einhver sú sýrðasta sem ég hef nokkurntíman orðið vitni af.
Ef þú safnar Hulk blöðunum, stundar Nexus sýningar og gengur um í Startrek galla þá er þetta pottþétt mynd fyrir þig. Ef ekki þá er þetta svona mynd sem þú tekur á video handa börnunum.
House of 1000 Corpses
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég get nú ekki sagt að ég hafi horft á þessa mynd með miklar væntingar í huga eftir að hafa lesið umfjallanir á Internet Movie Database. Átti von á týpískri krakkahryllingsmynd en þessi mynd er verri en allt vont sem ég hef séð og er það talsverður fjöldi af vondum myndum. Hún er illa skrifuð, illa leikin og fyrirsjáanlegri en allt sem ég hef séð. Þessa mynd viljið þið hvorki sjá í bíó, á spólu né í sjónvarpi.
Blood Work
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég get nú ekki sagt að ég sé mikill aðdáandi Clint Eastwood en ég ákvað nú samt sem áður að skella mér á þessa mynd í bíó.
Clint Eastwood leikur retired dirty harry týpu sem fær hjartaáfall og nýtt hjarta. Í stuttu máli er þetta handónýtt gamalmenni sem haltrar milli glæpóna í langdreginni klisjukenndri, fyrirsjáanlegri sögu. Jeff Daniels leikur einnig í myndinni og sennilega bjargar það myndinni í seinnni hlutan þegar Daniels sýnir á sér smá hliðar.
Ef þú ert mikill Eastwood aðdáandi þá kannski er þetta mynd fyrir þig en ég tapaði 800 krónum og tveimur tímum af lífi mínu sem ég fæ aldrei aftur. Takið þessa á spólu ef þið endilega þurfið að sjá.
The Mothman Prophecies
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Mothman Prophecies sá ég án þess að vita nokkuð um hvað myndin var. Ég ætla ekki að fara í söguþráðin af ótta við að skemma fyrir þeim sem ætla sér að sjá myndina. Hinsvegar þá fer þessi mynd í hluti sem margir ættu erfitt með að auglýsa og er í þokkabót byggð á sannsögulegum atburðum. Hún er þrususpennandi frá upphafi til enda, sannfærandi leikur, athyglisverð myndtaka og góð leisktjórn. Ég reyndar hef sjálfur talsverðan áhuga á því ótúskýrða svo það kannski spilar eitthvað inn í stjörnugjöfina en þetta er einhver besta mynd sem ég hef séð í langan tíma.
Star Wars: Attack of the Clones
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Vissulega merkur kafli í sögu Star Wars. Sá allt í þessari mynd sem ég svo sannarlega beið eftir þegar ég sá Phantom Menace. Myndin er þétt skrifuð, vel leikin með stórkostlegum tæknibrellum. Áberandi fannst mér líka tengingar við seinni myndirnar sem skiptir að mínu mati öllu máli. Frábær mynd og ég get ekki beðið eftir þeirri næstu.
Monster's Ball
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég horfði á þessa mynd án þess að vita hvað ég væri að fara að horfa á. Vissulega einhverjar væntingar þar sem Halle Bery fékk óskarinn fyrir leik sinn í myndinni.
Mér fannst hlaupið úr einu í annað og eftir fyrsta klukkutíman langaði mig bara að fara og gera eitthvað annað. Hef ekki gengið út af mynd ennþá svo ég dokaði við. Ég held að maður þurfi að vera í mjög sérstöku skapi til að geta notið svona myndar.
Vissulega góður leikur en leikstjórnin og handritið er ekki að mínu skapi. Í heildina langdregin mynd sem er allt annað en skemmtileg.
The Crimson Rivers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Fór á þessa mynd fyrir algjöra tilviljun. Vissi ekkert hvað ég væri að fara á og satt að segja brá mér helling þegar aðalpersónan fór að tala eitthvað óskiljanlegt tungumál og var næstum því hlaupinn út.
Þessi mynd kom mér samt mjög skemmtilega á óvart með góðum leik, skemmtilegum söguþræði og fullt af óvæntum uppákomum.
Góð afþreying, ekki spurning.
Harry Potter and the Philosopher's Stone
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þegar ég fór á Harry Potter átti ég ekki von á miklu. Var búinn að heyra Harry Potter hitt og Harry Potter þetta og átti satt að segja von á einhverri Pokimon mynd þegar ég fór á hana. Hinsvegar tókst þeim að koma frá sér skemmtilegri og góðri sögu með sannfærandi leikurum og smá húmor. Þetta er ekki eins mikil barnamynd og ég átti von á en ég skemmti mér konunglega á henni. Þetta er skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Joe Dirt
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Joe Dirt er sprenghlægileg gamanmynd um sögu litla mansins. Myndin skartar skemmtilegum persónum, góðum húmor og skemmtilegri sögu. Hef verið að lesa misjafna dóma um þessa mynd en engu að síður skemmti ég mér konunglega yfir henni.
Saving Silverman
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Myndin Evil Woman eða Saving Silverman eins og hún hét þegar ég sá hana upprunalega er einhver skemmtilegasta gamanmynd sem ég hef farið á í langan tíma. Hún skartar ágætis leikurum, frábærum húmor, fallegu kvennfólki og í rauninni öllu sem einkennir góða afrþreyingu. Söguþráðurinn er á þá leið að einn af þreimur vinum byrjar með gullfallegri konu sem enginn hefði talið að hann ætti nokkurn möguleika í. Það er þó ekki öll sagan því vinir hans telja að hún sé ill og reyna þar af leiðandi að bjarga honum frá henni. Meira fáið þið ekki að vita fyrr en þið sjáið þessa frábæru mynd.
Shrek
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Stórskemmtileg ævintýramynd frá Dreamworks. Vel gerð, skemmtileg, fyndin og með nokkuð grípandi söguþræði gerir þessa mynd að úrvals skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Alveg sama hvort þú ert 2 ára eða 20 ára þú hefur gaman að þessari mynd. Talsetningin er alveg til fyrirmyndar og mikið er gert af því að skjóta á þessar ævintýraklisjur sem allir ættu að þekkja. Í meginatriðum eitthvað sem allir ættu að sjá.
Pearl Harbor
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ef þú ert mikill áhugamaður um stríð og þá meina ég MJÖG mikill áhugamaður um stríð og grést sáran yfir Titanic og er alveg sama þótt þú sitjir í bíó í þrjá tíma þá skaltu sjá þessa mynd. Þetta er alls ekki slæm mynd. Hún hefur góða leikara, ágætis söguþráð í meginatriðum og flott bardagaatriði. Þetta er samt einfaldlega of löng mynd og hún heldur manni ekki í sætinu allan tíman. Ég sé ekkert eftir að hafa séð þessa mynd en ég hugsa að tíma mínum hefði getað verið betur varið í eitthvað annað.