Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Sweetest Thing
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég fór á þessa mynd í bíó bjóst ég við að fara á einvherja rómantíska gamanmynd þar sem stelpa kynnist strák, þau verða ástfangin, einvher vill stoppa það og þau giftast... and live happely ever after...

En hins vegar var hún allt öðru vísi en ég bjóst við og það á góðan veg. The sweetest thing inniheldur þrjár frábærar og þekktar leikkonur, þær Cameron Diaz, Selma Blair og Christina Applegate. Þær fara alveg á kostum og sérstaklega Cameron Diaz, sem er greinilega mjög hæfileikarík og fædd til þess að vera leikkona.

Þessi mynd er alls ekki einhver rómantísk mömmu mynd(þótt mamma mín myndi alveg fíla hana) heldur er þetta ekta unglingamynd sem er meira stelpumynd en strákamynd þótt hún höfði til beggja kynja. Nokkur neðanmittismál koma fram og eru þau oftast ekkert nema fyndin og ekkert alvarleg.

Ég hvet alla þá sem ekki eru búnir að sjá myndina til þess að leiga hana strax... Þið eigið eftir að njóta þess!!

Góða skemmtun!

Sigrún Ósk Jakobsdóttir

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei