Gagnrýni eftir:
Elizabethtown
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Jæja ég er nýkominn af þessari hryllingsmynd eins og ég vil lýsa henni. Myndin fjallar í rauninni ekki um neitt (langdregin sem sagt). Mér fannst eins og að það hefðu verið tveir leikstjórar að gerð þarna og voru þeir greinilega ekki sammála um sögurþráðinn, en ákveða samt að gera þessa mynd. Tvö fyndin atriði voru í þessari mynd en mörg mörg mörg leiðinlega kvalarfull! Meira er ekki hægt að segja. Algert Fiasco!
Jackass: The Movie
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég verð bara að segja að þessi mynd er snilld! ef þú fýlar þættina þá finnst þér þessi mynd pottþett góð. Þetta er ekki beint mynd, þetta er bara þáttur alla leiðina, enginn söguþráður eða neitt þannig bara eitthvað rugl sem þeim dettur í hug. Þeir eru þarna að framkvæma stórhættuleg atriði sem ég mundi ekki vilja lenda í sjálfur. En hún er alveg þess virði að sjá aftur og aftur og er hægt að spóla til baka aftur og aftur... Útkoman af henni finnst mér vera mjög fyndin og skemmtileg mynd sem allir Jack Ass unnedur ættu endilega að sjá!