Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Lord of the Rings: The Two Towers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

MEISTARAVERK!

Ekkert annað. Besta mynd allra tíma. Peter Jackson á skilið, ja ég veit ekki hvað hann á skilið en allavega óskar, golden globe, nóbels og allan pakkann.

Ef þú ert að leita að góðum leikurum, hasar, ást, trausti, vináttu, hatri og öllu saman þá finnurðu það í þessu meistaraverki. Myndin er betri en sú fyrri þó það hafi verið erfitt að toppa hana. Stærsta bardagasen allra tíma var sett upp í þessari mynd. Sjálft hjálmsdýpi sem tók 7 mánuði að smíða. Sú bardagasena tekur um það bil 30 mínútur og heldur athygli manns 100% á tjadinu.

Ég var ekki sáttur þegar ég sá að myndin fékk bara tvær Golden Globe tilnenfingar. Fyir bestu myndina og auðvitað besta leikstjórann. Það vantar ekki húmor í myndina, í bíóinu var mikið hlegið og var margoft klappað í salnum fyir bröndurum, áhættuatriðum og mörgu fleira.

Titillag myndarinnar, Gollum's song er nokkuð gott. Nokkuð sorglegt en flutt á frábæran hátt frá okkar gullfögru Emilíönu Torrinu sem er alveg hreint frábær. góð mynd og fer fer tvímælalaust aftur og svo aftur i bíó á þessa mynd. Svo kaupi ég hana á DVD. Get ekki beðið eftir næstu mynd. sem sögð er að gæti orðið 3 og 1/2 klst. Peter Jackson segir að myndin verði bara eins löng og hún þarf að vera því þetta er síðasta myndin og vona ég þeir taki sig til og búi til kvikmynd eftir The Hobbit sem er frábær saga.

DVD útgáfan sem mun koma út mun innihalda atriði sem þóttu of gróf fyrir bíóhúsin verða á DVD sem verður væntanlega bönnuð innan 16 ára á íslandi.

Þegar þið sjáið þessa mynd hafiði beltin SPENNT.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Men in Black II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

MIB II.

Ef þú sást fyrri myndina er þessi nauðsynleg. Hún er uppfull af góðum bröndurum og afbragðs góður leikur setur svip sinn á myndina. Tvímælalaust betri en sú fyrri en ég er þó ekki ánægður með vonda karlinn í myndinni (reyndar vondu konuna). ekki nógu skemmtilegur karakter dálítið týpískur vondur kall. En aftur á móti fín mynd og skemmtu þér vel ef þú hefur kosið að horfa á hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei