Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Fog
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fyrir um 100 árum var skip að leita að hæli til að vera á. En það var svikið af bænum. Nú eru draugarnir úr skipinu vaknaðir og tilbúnir til að hefna sín á öllum sem verða fyrir sem þoka.

Rólegt sjávarþorp verður skyndilega vart við þykka þoku sem leggst yfir bæinn. Í þokunni virðast leynast óhugnarleg öfl því óhöpp og dauðsföll fylgja hvert sem þokan fer!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Descent
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór á þessa mynd þar sem ég hafði heyrt að hún væri ógeðslega hræðileg. Ég komst að þvi að það væri satt þar sem þetta er ein ógeðslegasta hryllingsmynd sem ég hef farið á í bíó. Mjög spennandi og endar ekki eins og maður býst við. Mæli með henni
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Taxi 3
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er snilld.

Þegar Taxi kom út fannst mér hún góð, þegar Taxi 2 kom út fannst mér hún betri en þegar ég sá þessa mynd var hún betri en Taxi og Taxi 2. Þeim sem fannst fyrri myndirnar skemmtilegar verða bara að sjá þessa. Luc Besson er frábær handritshöfundur og Samy Naceri, Bernard Farcy, Ling Bai, Marion Cotillard, Emma Sjöberg eru frábærir leikarar.

Mikil spenna ríkir í myndinni og fer Samy Naceri (Daniel) á kostum í þessari spennumynd. Þið getið skoðað trailerinn á


http://www.europacorp.com/Film/LigneDeVie/videos_diffuse_high_wm.php?File=mms://193.201.103.82/europa/ba_t3_hd.wmv


Snilldar mynd
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Kangaroo Jack
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mjög góð grínmynd með einum uppáhalds leikaranum mínum sem er feiti svarti gaurinn. Mæli með þessari mynd fyrir fólk sem á börn sem finnst gaman að sjá dýr stríða fólki.Fyndin mynd en er um allt það sama, kengúra sem stal jakka með peningum í sem 2 kallar voru að fara með till aðra menn. Fyndin og skemmtileg mynd. Þrjár og hálf stjarna
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Váááááá!!!!! The Fellowship of the Ring er tvímælalaust besta mynd ársins 2001. Það er mjög mikið rétt í þessu tagline-i, Hugarheimur Tolkiens var bók 20. aldarinnar nú er hann kvikmynd 21. aldarinnar. Þetta er ein besta mynd sem ég hef séð ef ekki sú besta. Peter Jackson tókst sko aldeilis vel upp. Í byrjun var sýnt hverjir höfðu fengið hringinn en mér fannst fúllt að gátukeppninni var sleppt en vá gæði myndarinnar bættu það sko upp. Sagan byrjar á 111. afmælisdegi Bilbo Baggins, handhafa hringsins. Nú er komið að því að hringurinn fari annað og er hann látinn í vörslu Frodo Baggins (frænda Bilbo´s). Seinna í myndinni er föruneyti hringsins skipað af: Bilbo, Sam, Pippin, Merry, Legolas, Gandalf, Gimli, Boromir og Aragorn sent til að eyða hringnum þar sem hann var búinn til. Ég ætla nú ekki að segja nánar frá söguþræði myndarinnar en ég get alltaf sagt að hún sé algjör snilld! Þegar ég fór á Master card forsýninguna (12.des) var spennan rosaleg. Þegar myndin var búinn sveif ég út úr bíósalnum. Ég var búinn að sjá eitt af snilldarverkum kvikmyndasögunnar!

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Collateral Damage
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Eftir margra mánaða bið er Collateral Damage loksins komin í bíó. Henni var seinkað um marga mánuði út af 11. september ( ef einhver vissi ekki þá fjallar myndin um hryðjuverk ) og á tímabili hélt ég að þeir ætluðu bara að hætta við að sýna hana. En hún kom loksins og ég ( og nokkrir aðrir hugarar ) fór strax og tækifæri gafst á hana. En þó eftir hörmulega dóma var einhver smá von í mér um að þessi yrði ágæt en þessar vonir urðu að engu þegar myndin byrjaði. Fyrstu 30 mínúturnar voru hreinlega sprenghlægilegar! Ég meina að sjá Achnuld fara í sturtu með son sínum var það fyndnasta sem ég hef séð síðan ég sá The One. Þetta sturtu atriði var nú jafnvel frekar creepy! En nóg um þetta alræmda sturtu atriði, um hvað fjallar myndin? Jú hann Achnuld leikur slökkviliðsmann sem missir konu sína og barn í sprengjutilræði hryðjuverkamanna, svo fylgjumst með honum reyna að gráta í 20 mínútur. En þegar hann sér að lögreglan getur ekki gert neitt í málinu ákveður hann að taka málin í sínar eigin hendur og ferðast alla leið til Kólumbíu til að hefna sín illilega á hryðjuverkamanninum El Lobos ( aka The Wolf ) og félögum hans. Svo lendir hann auðvitað í smá hasar og látum. Það sem mér finnst kannski furðulegast við myndina ( fyrir utan sturtuatriðið ) er að hann Achnuld snertir ekki byssu í þessar tvo klukkutíma sem við horfum á myndina. Eina sem hann gerir er að lemja fólk og koma fyrir nokkrum sprengjum hér og þar. Þetta hef ég aldrei áður séð í hasarmynd með honum Achnuld. Leikurinn í myndinni er svona lala, ekkert frábær né lélegur, nema kannski það að Achnuld getur varla talað ensku. Að mínu mati stóðu tveir aukaleikarar upp úr, John Turturro og John Leguizamo, þeir tveir sáu að mestu leiti um grínið ( þó aðeins í stuttan tíma ). Handritið er nú frekar lame, fátt virkaði vel, tæknibrellurnar voru nú ekkert sérstakar og svo var þetta bannsetta sturtu atriði... Myndin var þó ekki alslæm. Hann Achnuld átti sínar senur, m.a. eitt brútal atriði þar sem hann beit eyra af einum gaur ( algjör snilld ). Enda plottið rosalega var nú ekki jafn rosalegt og ég hélt, maarr var fyrir löngu búinn að sjá þetta fyrir. Þetta er nú ekki það sem maarr á að búast við frá kónginum! Annars bíð ég spenntur eftir næstu mynd hans, Terminator 3. Og svo er hann auðvitað búinn að plana tvær aðra framhaldsmyndir, True Lies 2 og Conan 3 ( ég get ekki ýmindað mér hvernig sú mynd verður ).


Það eru komin nokkur ár síðan ég sá Arnold Schwarzenegger síðast í bíó, enda ekki verið mikið að sjá. Ég hefði betur beðið eftir Terminator 3 en að sjá þetta tæplega miðlungsgóða samansull sem á að kallast hasarmynd. Arnold kallinn var einu sinni það svalasta sem maður gat hugsað sér á skjánum, eins og Terminator og True Lies sanna. Því miður virðist hann vera á sömu leið (þ.e.a.s. niður) og Stallone. Þeir eru einfaldlega orðnir of gamlir til að vera trúanlegar hasarhetjur, og ég var langt frá því að vera eini maðurinn í bíó sem gat ekki annað en hlegið að bægslaganginum og hetjustælunum í þeim gamla. Maður bíður bara eftir að hann segi ''I'm getting too old for this shit.'' Að þessu sinni er hann slökkviliðsmaður sem vill hefna eiginkonu og sonar sem dóu í sprengjutilræði kólumbísks hryðjuverkamanns. Voða hetjulegt allt saman. Leikstjórinn Andrew Davis (The Fugitive) hefur sýnt það og sannað að hann getur mun betur, og hann ætti að setjast aftur á leikstjóraskólabekk til að rifja upp hvernig þetta er gert. Eins og áður sagði má Arnold muna sinn fífil fegri, og mér finnst alltaf stórmerkilegt hvað hann er ófær um að mæla á enska tungu eftir að hafa verið hér í 30 ár eða svo. Jafnframt er það nokkurn veginn brjóstumkennanlegt að horfa á gæðaleikara eins og John Turturro, John Leguizamo og Francescu Neri í svona formúlubulli. Collateral Damage er sársaukafull klisjuræma í 90 mínútur en hún bætir sig aðeins með smá fléttum í lokin sem koma frekar á óvart. Best væri samt að sleppa þessari, gleyma henni fljótt, og bíða spenntur eftir þriðja ævintýri Tortímandans.




Kvikmyndin Collateral Damage fjallar um slökkvuliðsmanninn, Gordon Brewer (Arnold Schwarzenegger). Gordon missir eiginkonu sína og son í hryðjuverkaárás. Óþekktur Kólumbískur hryðjuverkamaður sem kallar sig The Wolf stendur fyrir árásinni. Gordon er alveg miður sín og lögreglan getur ekkert gert í málunum. Arnold heldur því til Kólumbíu til þess að geta hefnt sín sjálfur og buffað Kólumbíska hryðjuverkamenn. Frumsýningu Collateral Damage var frestað um mjög langan tíma út af hryðjuverkaárásunum þann 11. september. Það lentu sennilega margir Kanar í sömu stöðu og Arnold í myndinni það er að segja misstu nánustu ættingja og gaurinn á bak við þetta allt saman er óhultur og mun sennilega aldrei nást lifandi. Mörg misflott skot, ofbeldis og sprengjuatriði eru í myndinni þó að Arnold sjálfur taki aldrei upp byssu. Myndin varð mjög væmin eftir sprenginguna en hasarinn tekur samt aldrei enda. Arnold hefur aldrei verið neitt sérstakur leikari og þessi mynd er engin undantekning á því. Leikstjóri myndarinnar, Andrew Davis á að baki frábærar myndir eins og A Perfect Murder og The Fugitive. Collateral Damage er ekki nærri því jafn góð og þær en á samt sína góðu kafla.








Ahnuld er snúinn aftur og sem betur fer er þessi kvikmynd stórt stökk fram á við frá End Of Days. Ahnuld fer hér á kostum sem slökkviliðsmaðurinn Gordon Brewer (Goodon Bruua, eins og Ahnuld segir) sem fer til Kólumbíu til þess að hefna sín á hryðjuverkamönnum sem drápu son hans og konu. Myndin er frekar í alvarlegri kantinum, lítið fer fyrir gríni og one-linerum eins og Ahnuld er frægastur fyrir en það er allt í lagi. Af einhverjum orsökum fengust skemmtilegir leikarar í aukahlutverk, eins og John Turturro og John Leguziamo og lífga þeir óneitanlega uppá. Ahnuld gerir sér grein fyrir því að hann er að eldast og því fer minna fyrir ofurhetjutöffarastælum en áður, og Gordon er því manneskjulegri persóna en Ahnuld hefur oft áður leikið. Mér finnst Ahnuld alltaf verða betri leikari með hverju árinu, og bráðum kemur að því að hann verður tilnefndur til Óskarsverðlauna. Ég fann tár læðast í augnkrókinn þegar hann brotnaði niður eftir að fjölskyldan hans dó og er það merki um það hversu góður og dramatískur leikari Ahnuld í rauninni er. Ahnuld að eilífu, Ahnuld sem forseta. Heilagur Ahnuld er snúinn aftur, fagni lýður. Ég fór á myndina á Undirtóna forsýningu þann 21. febrúar. Mitt álit á þessari mynd var sú að hún er hinn fínasta ræma en samt ekki til þess að taka trúanlega. Allt í lagi finnst mér að fólk finnist Arnold vera að dala en fólk verður að átta sig á því að austurríska vöðvabúntið er kominn á sextugs aldurinn og hann er ekki beint trúanlegur til þess að vera gaur eins og Comander sem drepur alla og ef hann fær skrámu þá gengur hann bara áfram eftir að hafa rétt bundið þetta saman með vasaklúti. En þetta gengur ekki endalaust og því finnst mér þetta fín ræma því hann er ekki að gera allt of mikið af ótrúverðugum hlutum heldur er hún réttlætanleg í minnkun á Ofhetjustælum hans og varðandi John Leguisamo þá vil ég minna á að þetta er engin góður leikar heldur bara meðal sem hvarf eiginlega af sjónarsviðinu eftir að hafa gert flopperinn The Pest og einnig lít ég á að John Turturo sé bara í gestahlutverki. Svo farið bara á myndina sem skemmtun ekki til þess að dæma og gagnrýna. Þetta er bara skemmtun ekki háalvarleg mynd.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei