Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The New World
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér var búið að hlakka til að sjá þessa mynd síðan ég heyrði af henni enda stór saga sem hægt er að gera mikið með þannig að ég fór í bíó full af tilhlökkun.

Myndin byrjar mjög rólega eins og sumar myndir og þegar það kom hlé bjóst ég við einhverju eftir hlé en það gerðist aldrei neitt!!

Sparið ykkur peninginn og takið hana þá frekar á spólu eða jafnvel bíðið eftir henni í sjónvarpinu því þessi mynd er drepleiðinleg. Það eina góða í henni er myndatakan sem er mjög flott en söguþráðurinn er eins langdreginn og hægt getur orðið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Shall We Dance?
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hef bara eitt um þessa mynd að segja ! STÓRGÓÐ mæli með henni hiklaust var á forsýningunni í gærkvöld og had the time of my life hann svíkur aldrei hann Richard Gere og þá ekki Jenifer Lopez.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Notebook
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er yndisleg í alla staði!

Fór á hana í gær með ekkert svo miklar væntingar og það var troðfullur salur.Ljósin slökknuðu og myndin byrjaði, gömul kona horfir út á vatn og svo kemur gamall kall sem les fyrir hana sögu. Sagan segir frá ungum fátækum strák sem heitir Noah og ríkri stelpu sem heitir Allie þau verða ástfangin en foreldrar hennar eru á móti því og senda hana í skóla langt í burtu. Noah sendir henni bréf á hverjum degi í 365 daga en gefst svo upp þegar hann fær aldrei svar og gengur í herinn. Á meðan klárar Allie skólann, kynnist ríkum manni og trúlofast honum.

Ég ætla ekki að segja frá meiru enda verður eitthvað surprice að vera. En ég ætla að segja þetta....undirbúið ykkur undir mikinn grát! ég var ennþá grátandi þegar ég kom heim til mín úr bíóinu..

Leikararnir eru fullkomnir í hlutverkum sínum að mínu mati og bara allt er frábært í þessari mynd enda þegar hún kláraðist langaði mér að sitja og horfa á hana aftur!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dumb and Dumberer: When Harry Met Lloyd
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór á fm forsýningu á þessari mynd, mikið er ég fegin að hafa ekki eitt pening í þetta!!!!!Ég flissaði ekki einu sinni á meðan myndinni stóð...mæli engan vegin með þessari mynd og gef henni núll stjörnur takk fyrir
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Maid in Manhattan
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jæja ég skellti mér á Maid in manhattan í gær og varð ekki fyrir vonbrigðum. Myndin fjallar um í stuttu máli hana Jennefer Lopez sem er einstæð móðir og vinnur sem þerna á ríkisbubbahóteli í Manhattan. Sonur hennar hefur mikinn áhuga á pólitík og Nixon, dag einn þá hittir hann þingmanninn Chris í lyftunni og byrja þeir að spjalla saman. Þeir ákveða að ná í Jennifer, sem í fyrsta skipti á ævi sinni braut reglu og mátaði föt gests á hótelinu. Hún fer með þeim í göngutúr og upp frá því er þingmaðurinn heillaður af henni.

Þessi mynd er ekta öskubuskumynd og ég held að engin stelpa verði fyrir vonbrigðum með hana. Jennifer Lopez leikur þetta mjög vel og ég hélt mikið upp á persónuna sem hún lék. Strákurinn hennar var YNDISLEGUR og þingmaðurinn var mjög sjarmerandi.

Mæli eindregið með þessari mynd en held að engum venjulegum strákum eigi eftir að skemmta sér á henni...þetta er ekta kellingarmynd ; )

Ég gef þessari mynd þrjár og hálfa stjörnu því hún var eitthvað svo yndisleg ;)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Harry Potter and the Chamber of Secrets
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór á Harry Potter og leyniklefann laugardaginn 23/11, fór að sjálfsögðu í lúxussalinn. Þegar myndin byrjaði var ég svo spennt, því ég hef lesið allar bækurnar 5 sinnum og mynd nr.1 var snilld. Leikararnir standa sig rosalega vel, en mér finnst bæði maðurinn sem lék Gilderoy Lockhart og svo náttúrulega hann Ron þeir stóðu upp úr, Danielle Radkliffe er bara Harry Potter og ég get ekki ímyndað mér annann strák í þessu hlutverki.

Myndin er svo til alveg eins og bókin, eins og hún á að vera. Það eina sem ég get sett út á þessa mynd er hversu lítið þeir sýna af Ginny Weasley en hún er ein af lykilpersónunum í þessari mynd. Allt umhverfið var rosalega flott, leyniklefinn mjög líkur því sem ég hafði ímyndað mér. Eins er hreysið sem Weasley fjölskyldan býr í alveg nákvæm mynd af því sem ég ímyndaði mér ;)

Ég mæli hiklaust með þessari mynd, ég ætla aftur á hana. Ég hefði gefið henni fjórar stjörnur en það var bara pínu galli á henni sem ég er búin að segja frá.

Ég bíð í ofvæni eftir Harry Potter og fanginn frá Azkaban og held að myndirnar fari batnandi.

Endilega skellið ykkur á þessa mynd og hafið gaman af : )
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei