Gagnrýni eftir:
Cabin Fever
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég fór á forsýningu Cabin Fever í Háskólabíói þar sem sjálfur Eli Roth var mættur (leikstjórinn) og ekki er hægt að segja að myndin hafi valdið mér vonbrigðum. Ég vissi ekki alveg við hverju ég átti von á þegar ég fór á þessa mynd, hélt að þetta væri bara einhver geðveikur splatter og blóð út um allt og bara hryllingur, en síðan reyndist myndin alveg frábær með geðveikum húmor þrátt fyrir að vera hryllingsmynd. Ég ætla ekki að fara mikið í innihald myndarinnar en til að gera langa sögu stutta fjallar hún um 5 unglinga sem fagna próflokum með því að leigja skála inní skógi og allt leikur í lyndi, en síðan fara þeir að flagna eða fá einhvern skæðan húðsjúkdóm sem virðist ekki vera nein lækning við og spinnst upp úr því æsileg atburðarrás. Þá kemur í ljós að þau eru ekki öll þar sem þau eru séð þegar kemur að því að t.d. hjálpa vinum sínum í vanda og er þá oft mikilvægara að bjarga sínu eigin skinni.
Ég mæli alveg eindregið með myndinni fyrir 16 ára og eldri og ég get lofað ykkur að þið verið ekki fyrir vonbrigðum því ég varð það allavega ekki.
Terminator 3: Rise of the Machines
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þriðja myndin um tortímandan er ekki sú besta en hún er alls ekki slæm.
Ég mæli pottþétt með henni fyrir þá sem sáu fyrri myndirnar, en ef þú ert ekki búinn að sjá hinar, sjáðu þær fyrst, að minnsta kosti mynd nr. 2 Judgement Day. Í þessari mynd senda róbótarnir háþróað vélmenni til jarðarinnar til að drepa undirforingja John Connors, sem á að verða leiðtogi mannanna í framtíðinni, því vélmennin vita ekki hvar John er og finna hann ekki eða eitthvað álíka. Allavega, fyrir algjöra hundaheppni er John með einum tilvonandi undirforingja sínum kvöldið sem vonda vélmennið ber að dyrum, sem mér finnst of hentugt því ég væri flúinn til annarrar heimsálfu ef ég væri hann, og ætlar að drepa þau bæði. En að sjálfsögðu er Arnold handan við hornið til að hjálpa þeim, því framtíðar John Connor sendi hann til fortíðarinnar til að hjálpa sér að halda lífi.
Svona er myndin í hnotskurn, full af hasar,spennu og líka nettu gríni frá Arnold sem hann skýtur inn á milli.
Góð mynd sem enginn áhugamaður um kvikmyndir ætti að láta fram hjá sér fara, nema hann vilji leigja hana á spólu, það er bara hans eða hennar mál.
Die Another Day
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þá er hann mættur aftur, James Bond 007, í sinni tuttugustu mynd og að mínu mati ein af þeim bestu. Það sem er sérstaklega skemmtilegt við myndina er að næstum helmingur hennar gersit á Íslandi. Mótleikari Brosnans er Halle Berry sem gerir hlutina ekki verri því hún er hörkugóð í myndinni, sem og Pierce Brosnan. Útkoman er hörkugóð spennumynd um Bondarann og ekki skemmir að Ísland leikur eitt aðalhlutverkið. Mæli með henni fyrir alla, konur og kalla.
Undercover Brother
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Undercover Brother er fín grínmynd sem heldur manni svosem ágætlega við efnið. Hún er frekar vitlaus en samt á hún hrós skilið fyrir að vera mjög fyndin og skara þar fram úr Eddie Griffin, Chris Kattan og David Chappelle. Ég mæli með henni fyrir alla sem hafa gaman af léttum og skemmtilegum grínmyndum.
Undisputed
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Undisputed er ágætis boxmynd sem gerist í fangelsinu Sweetwater í Nebraska eyðimörkinni. Í því fangelsi er mikið lagt upp úr boxi og er sjálfur meistarinn í fangelsinu enginn annar en Wesley Snipes,harðjaxlinn sjálfur.En síðan kemur sjálfur heimsmeistarinn í þungavigt (Ving Rhames) í fangelsið og þá fer að hitna í kolunum milli þeirra tveggja og annarra manna í fangelsinu. Undisputed er ekkert meistarastykki en hún er ágætis afþreying engu af síður.
Insomnia
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég verð að segja að Insomnia kom mér verulega á óvart. Þegar ég fór á hana í bíó bjóst ég við leiðinlegri dramatískri mynd,
en hún átti sko eftir að sanna annað. Þekktur lögreglumaður (Al Pacino) frá Los Angeles er sendur til krummaskuðs í Alaska til að rannsaka morðmál á ungri stúlku. Honum til halds og trausts er samstarfsfélagi hans frá LA og ung lögrglukona sem leikinn er af Hillary Swank. Málin eiga síðan eftir að flækjast allverulega og er þetta síðan orðinn æsispennandui eltingar- leikur við morðingjann. Einnig má þess geta að leikarinn góðkunni Robin Williams leikur eitt af aðalhlutverkunum.
Semsagt gulltryggð skemmtun fyrir alla kvikmyndaunnendur.
I Spy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
I Spy er svo sem ágæt ræma fyrir hvern sem hefur gaman af myndum með Eddie Murphy og Owen Wilson. Eddi Murphy á nú margar betri myndir að baki en þessa og líka Owen.
Allavega myndin fjallar um Kelly Robinson, hrokafullan boxara og náungann sem Owen leikur, ég man ekki hvað hann heitir, sem vinnur hjá CIA og er ekki allveg besti maðurinn þeirra. En eins og hefði mátt giska á eru þeir skipaðir félagar og líkar ekkert hvorn við annan í byrjun en síðan verða þeir vinir. Myndin gerist að mestum hluta Búdapest þar sem Kelly á að berjast um heimsmeistaratitlinn í boxi, en er bara yfirvarp því að Kelly og Owen eiga að komast að einhverjum major kaupum á einhverri svaka flugvél sem getur verið ósýnileg og koma rellunni í hendur CIA en ekki einhvers hryðjuverkamanns. Semsagt mynd í meðallagi, spólumynd að mínu mati, en aðrir gætu haft reglulega gaman af henni.