Gagnrýni eftir:
The New Guy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég fór um daginn hingað á kvikmyndir.is og ætlaði að gá hvað fólki fyndist um The New Guy. Hmm.. svo var það þannig að allir eru kvartandi yfir þessari mynd, hvað hún er ófyndin, ófrumleg o.s.fr. Ég tók myndina á spólu samt sem áður og varð ekkert fyrir vonbrigðum. Mér fannst hún vera bæði fyndin og skemmtileg. Kannski er enginn roslaga mikill söguþráður en samt fannst mér hún góð.
Ég er nú ekki að segja að ég hef góðann kvikmyndasmekk en ég verð allavega að segja það sem mér finnst. Þessi mynd er fyndin fyrir aldurshópinn 14-19 ára og mæli ég með henni.
Sweet Home Alabama
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta er svona rómantísk gamanmynd eins og maður segir og er um stelpu sem er vinsæll fatahönnuður og er að fara verða vinsælli. Hún á kærasta sem er sonur bæjarstjóra New York og svo biður hann hana um að giftast sér. Jú, það er meira, hún er ennþá gift einhverjum lúða í heimabænum sínum Alabama! Já, hún fer og ætlar að ljúka þessum skilnaði af en verður eiginlega aftur ástfangin af honum! Svo er þetta svona skreytt og svona, virkilega skemmtileg mynd og ég mun örugglega kaupa mér hana á DVD. Reese Witherspoon, sem leikur aðalhlutverkið fer alveg á kostum og sér maður eiginlega aðra hlið á henni í þessari mynd. Reese er góð leikkona að mínu mati og kann að vera alvarleg sem drepfyndin. Ljósa hárið hefur alltaf í myndum hennar verið áberandi en í þessari mynd þá tekur maður ekki eftir ljóskunni! Hún er mjög sterk og er alveg já, að fella í fótspor Juliu Roberts. Vona að þessi umfjöllun hafi gagnast einhverjum ;)