Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Virtual Sexuality
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér finnst þessi mynd bara fín. Ég hef lesið bókina líka og bókin og myndin eru ekki alveg eins. Mér fannst bókin skemmtilegri en kannski er það bara af því að ég las hana áður en ég sá myndina. Mér fannst myndin svolítið ruglingsleg. Aðallega byrjunin. Ég skildi ekki alveg hvað var að gerast. Efni myndarinnar finnst mér mjög sniðugt. Það að prófa að vera hitt kynið er örugglega eitthvað sem öllum hefur langað að reyna. Þó að mér finnist myndin mjög góð þá held ég að ég nenni ekki að sjá hana aftur. Að mínu mati er þetta þannig mynd sem er hægt að sjá oft. Hún er fín einu sinni en ekki oftar. Þá fer hún bara að vera þreytandi. Ekki nema að það líði langur tími á milli. Ég get alveg mælt með henni en þó held ég að fullorðnir hafi ekki mikið gaman af henni. Hún er of unglingaleg. Ég gef henni 3 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Sixth Sense
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér fannst The Sixth Sense mjög góð. Ég fór tvisvar að sjá hana í bíó og er alveg til í að taka hana á spólu. Mér finnst sá sem lék litla strákinn alveg frábær. Hann gat leikið svo vel hvernig manni myndi líða ef maður hefði sjötta skilningarvitið. Hann gerði þetta raunverulegra. Það fannst mér. Mér fannst endirinn líka frábær. Flottur endir. Ég mæli með henni en ekki fyrir þá sem þola ekki að vera hræddir. Ég gef henni 3 og hálfa stjörnu þó að hún ætti kannski skilið 4 en ég trúi því að ekkert sé fullkomið þó að enginn galli finnist.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei