Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



City of God
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær mynd í einu orði. Klippingin algjör snylld og stórkostlegt hvernig hann færir okkur nær nútímanum með klippingunum. Myndin er sannsöguleg og líka svolítið sjokkerandi. En hún stiður undir þær fréttir sem við höfum fengið frá Brasilíu um morð á börnum í fátækrahverfum og hversu mannslíf þar í borg (Río) er lítils virði.

Þessi mynd á örugglega eftir að vinna einhvað af óskurum þ.e.a.s ef leikstjórinn sé í náð hjá USA academyunni. Besta erlenda mynd, besta handrit, besta klipping.

Mynd sem allir verða að sjá.


P.S. svolítið erfitt að fylgjast með myndinni og lesa textan, en það venst,en leikararnir tala allir Portugölsku í myndinni (Sem er talað í Brasilíu).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Master and Commander
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Master and Commander er frábær mynd. Hún sýnir lífið um borð á seglskipum vel. Engin ofurhetja í myndinni og hún nær fullt af góðum spennu atriðum, þau gerast kannski hægt en þessi segl skip á sýnum tíma voru líka hæg í snúnningum. Hún verður aldrei langdreigin og það er ekki hægt að sjá neina vankanta á tæknibrellum. Það mæti halda að þeir hefðu byggt tvö skip í fullri stærð. Mikið af úrvarls leikurum og er þessi mynd vel þess virði að fara á í bíó. Þetta er ekki mynd sem mér finnst að eigi að skora mikið á Óskarnum en samt sem áður mjög góð mynd og flott afþreying.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Seabiscuit
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Loksins þorir einhver að gera fallega og hugljúfa mynd á þessum stríðstímum sem við lifum á núna í dag. Mynd er sönn (Og hver vill ekki sannleika frekar en skáldskap)um eitt frægasta hestakapphlaup fyrr og síðar í USA. Myndin gerist á tíma þegar kreppan var í hámarki í USA. Og er gaman að sjá hvernig hesturinn er látin gefa þeim sem sárt eiga að binda eftir hrunið á Wall street, byr undir væng í þeirra erfiða lífi.

Myndin dettur aldrei niður þó hún sé í drama myndaflokk. Hún nær uppi góðri spennu og maður lifir sig vel inní myndina.

Ég mæli með þessari mynd einfaldlega vegna þess að þú sem ert að lesa núna þessa grein hefur gott af því að fara á þessa mynd og koma brosandi út af henni og ég get lofað þér því að þú sofnar vel. Myndin er fyrir alla aldurshópa (líka töffara).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Recruit
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Því miður gerði ég þau mistök að fara á þessa mynd með miklum væntingum. Myndir með Al Pacino hafa ekki klikkað hingað til og ekki er vera að hafa nýjasta sjarminn Colin Farrell.

Ég ætla ekki að tala mikið um myndina en skora á þá sem ætla á hana að fara ekki með miklum væntingum. Ekki búast við spennu mynd eins og ég gerði. Ég gef myndinni 2 stjörnur fyrir góðan leik og punktur. Afleitur söguþráður og lélegt flétta.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei