Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The 51st State
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég er sjálfur mikill Púllari og hef dvalið nokkrum sinnum í Liverpoolborg. Ég var því mjög spenntur að sjá þessa mynd því að ég ímyndaði mér að mikið væri hægt að gera úr sögusviði myndarinnar enda staðsett í frægri tónlistar- og knattspyrnuborg. En því var ekki að heilsa.


Það var ekki minnst á bítlana í myndinni en bætt var úr með því að fara á Anfield en senurnar þar voru afar daprar - sérstaklega skotin úr knattspyrnuleiknum sem voru vægast hlægileg.) Hefði verið betra að notast við alvöruskot.. Ekki var minnst á Kop, heldur ekki Cavern, Liverbirdinn, Albert Docks eða neitt, ekki einu sinni Angels ;-) - sagan hefði þess vegna getað farið fram í Mílanó á San Siro ef undanskilið er gott atriði um erjur á milli utd og Púllara.


Slitróttur söguþráður var stór galli. Illa ígrundaðar aukapersónur leiknar af Meat Loaf annars vegar og Rhys Ifans annars vegar (tveir leikarar sem sönnuðu í Fight Club og Notting Hill að þeir geta spjarað sig á Hvíta tjaldinu.)


Í stuttu máli - mikil vonbrigði - slitrótt gagnrýni mín er á enda runnin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei