Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Kill Bill: Vol. 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég gekk út af volume 1 hugsaði ég með mér hvort Tarantino gæti mögulega gert betur í seinni hlutanum. Svarið var án efa já. Kill Bill volume 2 er sennilega besta mynd sem ég hef farið á í bíó um ævina. Myndin er hreinlega as good as it gets. Að öllu er komið mjög fagmannlega og er það hreinn unaður að horfa á myndina. Volume 2 bætir fyrri hlutann gífurlega og líkur sögunni um brúðurina sem hefur hefnda að harma á snilldarlegan hátt. Reyndar hef ég verið að brjóta heilann um að reyna að finna einhverja galla á myndinni en ekki hefur það tekist(sem betur fer), allt er fyrsta flokks, handritið er frábært, fyndið,sniðugt,frumlegt og umfram allt heillandi. Leikstjórnin er ólýsanlega góð og vönduð og sannar Tarantino endanlega að hann er sá hæfileikaríkasti í Hollywood. Leikararnir eru allir fæddir í hlutverk sín. Uma Thurman sýnir eina bestu frammistöðu sem sést hefur á silfurtjaldinu og fer David Carradine á kostum í hlutverki titilpersónunnar. Einnig eru Michael Madsen og Daryl hannah stórgóð sem einhverjar skítlegustu persónur sem sést hafa. Það sem svo virkilega bætir vol 2 er að samtöl og persónusköpun eru nú í aðalhlutverkum í stað ýkts ofbeldis, þó það sé en til staðar í flottum bardögum og er sami frábæri húmorinn en til staðar. Einnig er tónlistin notuð á einstaklega góðan hátt. Volume 2 er ekki bara allt að ofangreindu heldur líka sorgleg ástarsaga milli tveggja einstaklinga sem getur aðeins endað með dauða annars hvors þeirra. Sem heild er Kill Bill vol 1 og vol 2 ein besta mynd sögunnar en aðskildar ber volume 2 höfuð og herðar yfir volume 1 og get ég ekki beðið eftir að sjá hana aftur og í þriðja sinn og kannski í fjórða sinn en svo er komið nóg, þar til hún kemur á dvd því þá verð ég fremstur í röðinni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Cold Mountain
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég fór að sjá Cold Mountain bjóst ég við mjög góðri mynd, en ekki datt mér í hug að hún væri slíkt meistaraverk. Þessi mynd er mjög áhrifamikil og fallega gerð en um leið sorgleg og full af hörmungum. Saga myndarinnar er stórbrotin harmsaga og einstaklega vel skrifuð. Minghella hefur hér gert sína lang bestu mynd hingað til og hækkar gæðastaðalinn á myndum af þessu tagi, þó að hann hafi verið býsna hár fyrir. Honum tekst vel að sýna fram á hörmungar stríðsins bæði á vígvellinum og utan hans. Leikurinn er góður að öllu leiti, Jude Law og Nicole Kidman sýna framúrskarandi leik í aðalhlutverkum. Allir aukaleikarar standa sig með prýði en vert er að minnast á stórfenglegan leik Rénee Zellweger og Phillip Seymour Hoffman en stela þau flestum senum sem þau koma fram í. Einnig sjá þau um að koma til skila öllum þeim litla húmor í myndinni og kalla alltaf fram hlátur á réttum tíma. Útlitsþáttur myndarinnar er eins góður og hægt er og sést það strax á fyrstu mínútu. Einnig er tónlistin frábær.

Cold Mountain er falleg og heillandi mynd sem lætur engan ósnortinn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Paycheck
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Er Paycheck léleg mynd? Nei en hún er ekkert sérstaklega góð heldur. Hún hefur marga góða kosti eins og skemmtilega en þó ófrumlega sögu, býsna vel útfærð hasaratriði og fína tónlist. Einnig er húmorinn góður. Galli myndarinnar er í einu orði sagt handritið. Það er alveg merkilega illa skrifað og klisjukennt og eru mörg samtöl í myndinni gervileg og hallærisleg. John Woo reynir sitt besta að gera myndina vel og gengur oft vel upp en hans mistök eru að fylla myndina af slow-motion senum sem oft var fáránlegt en átti þó stundum við. Leikur í myndinni er misjafn, Ben Affleck er ágætur í aðalhlutverkinu og Uma thurman einnig. Aaron Eckart ofleikur ægilega en Paul Giamati og Colm Feore eru mjög skemmtilegir í aukahlutverkum og stela oft senum.Paycheck er góð skemmtun en fer ekki langt ígæðum þó að stundum hafi hún komið á óvart.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mystic River
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mystic river er hreint út sagt besta mynd síðasta árs og ein besta mynd sem gerð hefur verið. Þegar myndinni lauk gat ég hreinlega ekki staðið upp vegna áhrifa hennar. Ekki man ég eftir mynd sem er eins vönduð og einlæg. Sagan er átakanleg en mögnuð og frábærlega vel útfærð og eiga leikstjóri og handritshöfundur hrós skilið. Leikararnir eiga allir sinn besta dag í myndinni, en sérstaklega er vert að minnast á frammistöðu þeirra Sean Penn og Tim Robbins sem æskuvinirnir Jimmy og Dave. Leikur þeirra er svo magnaður að maður getur ekki litið undan og eru þeir báðir mjög líklegir til að vinna óskarinn í ár. Einnig má nefna að Kevin Bacon hefur aldrei verið betri og sömuleiðis á Marcia Gay Harden. Clint Eastwood hefur hér gert sína bestu mynd og semur hann einnig hina einföldu en frábæru tónlist sem einkennir myndina. Enginn ætti að láta þessa kvikmyndaperlu fram hjá sér fara.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Pirates of the Caribbean: The Curse of the Black Pearl
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Sjaldan eða aldrei hef ég komið í jafn góðu skapi út úr kvikmyndahúsi og þegar ég sá Pirates of the caribbean. Allt sem viðkemur myndinni er hreinasta snilld, hvort sem horft er á leik, söguþráð, brellur, húmor eða nokkuð annað sem viðkemur myndinni þá er það fyrsta flokks. Sagan er mjög skemmtileg og snöll, leikstjórn er góð og er handritið greinilega skrifað af einhverjum sem veit hvað hann er að gera. Útlit myndarinnar er í einu orði magnað. Leikarar eru allir að standa sig mjög vel þekktir sem óþekktir, en Johnny Depp er senuþjófurinn í myndinni og sýnir svo magnaða frammistöðu að maður fer að halda að persóna hans í myndinni sé raunveruleg og á hann skilið að hljóta óskarsverðlaun fyrir frammistöðu sína. Pirates of the caribbean er að mínu mati ein besta ævintýramynd allra tíma og mun engum valda vonbrigðum, og bíð ég spenntur eftir framhaldinu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei