Nístingskaldir vindar á vígvellinum

Napoleon, ný stórmynd hins 85 ára gamla leikstjóra Ridley Scott, sem kemur í bíó á morgun, föstudaginn 24. nóvember, fær fjórar stjörnur af fimm mögulegum í gagnrýni í breska blaðinu The Daily Telegraph.

Gagnrýnandinn, Robbie Collin, lýsir myndinni sem magnaðri sneið af pabba bíói, þar sem nístingskaldir vindar gnauða yfir vígvöllunum og í kringum beinin sem þar liggja. Litapalletta myndarinnar sé svo köld að jafnvel hinn rauði litur í franska fánanum sé oft eins og skuggi storknaðs blóðs.

Myndin spanner 32 ár, allt frá því franska byltingin hefst árið 1789 og þar til aðalpersónan deyr í útlegð á eyjunni St Helena árið 1821. Myndin segir frá risi Napoleon Bonaparte, stjórnartíð og falli. Myndin er bæði svíðandi geðleikur og tilþrifamikil og stór hernaðarsaga, þar sem líf aðalpersónanna og örlög Frakklands sjálfs tvinnast saman, eins og Collin orðar það.

Napoleon (2023)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.4
Rotten tomatoes einkunn 58%

Mynd um Napóleon Bonaparte Frakkakeisara og leið hans til valda, séð í gegnum sjónarhorn viðkvæms sambands hans og eiginkonunnar og einu sönnu ástar, Josephine....

Gagnrýnandinn segir að Joaquin Phoenix leiki keisarann af miklu persónuöryggi og töfrum, en hér vinnur Phoenix í fyrsta sinn með Scott síðan í Gladiator árið 2000.

Gladiator (2000)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.5
Rotten tomatoes einkunn 79%
The Movie db einkunn8/10

Maximus er valdamikill rómverskur hershöfðingi, sem er elskaður af fólkinu og hinum roskna keisara, Markúsi Árelíusi. Fyrir dauða sinn útnefnir keisarinn Maximus sem arftaka sinn og tekur hann þar með fram yfir son sinn Commodus, en eftir valdatafl er Maximus hnepptur í varðhald og ...

Myndin vann 5 Óskarsverðlaun: Russell Crowe fyrir bestan leik, bestu búningar, bestu tæknibrellur, besta mynd og besta hljóð. Tilnefnd til 7 Óskarsverðlauna til viðbótar og fékk ýmis önnur verðlaun og tilnefningar um allan heim.

Segir gagnrýnandinn að kalifornískur hreimur Phoenix gæti stuðað einhverja, en Scott hafi nú þegar svarað þeim gagnrýnisröddum og vísað út í hafsauga.

Waterloo hápunktur

Orrustan við Waterloo er hápunktur myndarinnar en þar á Rupert Everett stórleik sem Wellington hertogi, segir Collin.  Þar getur fólk búist við að verða yfir sig hrifið af sjónarspilinu. En hið yfirgengilega mannfall og niðurbrot mennskunnar er áberandi í atriðinu.

Handrit David Scarpa teiknar Napóleon upp sem hernaðarsnilling, en tengir einnig þorsta hans í sigur við svekkelsi tengt þrám, en þegar hann er krýndur keisari, dreymir hann um að eignast erfingja.

Hann segir erfitt að lýsa myndinni sem fyndinni – hún sé á sínum rólegri stundum, sem séu fáar, kannski dálítið köld og hæglát. En það hvernig Phoenix stendur upp úr fjöldanum með atgervi sínum lætur jafnvel kjánalegustu línurnar hljóma vel, á meðan aukaleikarahópurinn er sneisafullur af  myndrænum andlitum sem gretta sig og geifla.  

Gagnrýnandinn klikkir út með að aðeins meistaraleikstjóri hefði getað búið til kvikmynd jafn magnaða og ríka af innihaldi.