Neeson tekur toppsætið aftur

Liam Neeson heldur áfram sigurgöngu sinni á toppi DVD -Blu-ray listans íslenska, en myndin er nú sína aðra viku í röð í efsta sæti listans. End of Watch , sem fjallar um þá vinina og félagana í löggunni Brian og Mike, kemur sterk inn í annað sætið, ný á lista.

Í þriðja sæti, niður um eitt sæti eru þau Meryl Streep og Tommy Lee Jones í hjónabandsráðgjöf í Hope Springs, og í fjórða sæti, ný á lista er spennutryllirinn Alex Cross um samnefndan lögreglumann.

Í fimmta sæti, einnig ný á lista er svo Love is All You Need um hárgreiðslukonuna Idu.

Á listanum er ein ný mynd til viðbótar, Dredd, um samnefndan framtíðardómara.

Sjáðu lista 20 vinsælustu DVD og Blu-ray mynda á Íslandi hér að neðan: