Jón Atli Jónasson mun halda námskeið í handritsskrifum á Kex Hostel næstu helgi. Jón Atli er leikskáld og handritshöfundur sem hefur skrifað leikrit og kvikmyndahandrit á borð við Djúpið, Brim, Strákana okkar og Blóðbönd.
Á námskeiðinu, sem ber heitið Frá Hugmynd að Handriti, verða kennd undirstöðuatriði í handritsgerð með áherslu á leik og kvikmyndahandrit. Uppbygging námskeiðsins er þannig að fyrst læra þáttakendur undirstöðuatriði í handritsskrifum áður en þeir eru settir af stað í það að skrifa handrit með öllu sem því fylgir. Að lokum munu þáttakendur skila sínu fyrsta uppkasti að handriti sem Jón Atli vinnur svo áfram með þeim.
Eins og áður sagði verður námskeiðið haldið á Kex hostel næstkomandi laugardag og sunnudag. Hægt er að skrá sig með því að senda póst á netfangið hugmyndoghandrit@gmail.com.