Náðu í appið
Öllum leyfð

Blóðbönd 2006

(Thicker Than Water)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 24. febrúar 2006

90 MÍNÍslenska

Blóðbönd er fjölskyldudrama um augnlækninn Pétur og fjölskyldu hans. Pétur er hamingjusamlega kvæntur Ástu og eiga þau von á barni en fyrir eiga þau 10 ára dreng sem heitir Örn. Fyrir tilviljun kemst Pétur að því að hann er ekki faðir Arnar og tilvera fjölskyldunnar tekur á sig nýja mynd.

Aðalleikarar


Kom mér virkilega á óvart. Hún framkallaði bæði hlátur og grátur hjá mér sem er mjög erfitt þegar kemur að mér og bíó ferðum, þá sérstaklega á íslenskum myndum. Bæði Hilmar og Laufey fara með stórleik og meira að segja Margrét sem fer yfirleitt alveg rosalega í taugarnar á mér var góð og náði að sannfæra mig. Árni Óli á hrós skilið fyrir þetta verk. Mæli með þessari
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frábær mynd!Hún kom mjög innilega á óvart. Maður trúir persónunum svo vel og ólíkt flestum íslenskum myndum þá eru leikararnir ekki tilgerðarlegir og asnalegir.

Algerlega laus við lélegar samtalssenur sem maður trúir bara engan vegin.Þetta er engin brjáluð spennumynd heldur bara svakalega flott sýn á eitthvað sem gerist í feluleikjum venjulegrar íslenskrar fjölskyldu.Ég verð bara að segja að hún kom mér sannarlega skemmtilega á óvart og mæli tvímannalaust með því að fólk kíki á hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Margoft heyrist orðatiltækið ´íslenskar kvikmyndir eru ömurlegar´, þó svo ég sjálfur sé sammála þessari staðhæfingu að vissu leiti þá eru stundum til frávik. Flestar íslenskar myndir eru þó oft alveg ferlega þunglyndar, annaðhvort er það umhverfið eða leikararnir sem haga sér eins og dauðar strengjadúkkur, viljandi eður ei. Blóðbönd, sem mér sýnist eigi að vera um erfiði og þunglyndi nær þó að flýja þetta algenga vandamál. Persónulega þá fíla ég sjaldan fjölskyldumyndir sem fjalla um skilnaði eða krakkavandamál en það fer aðallega eftir hvernig efnið er útfært. Sagan er í einföldum orðum, um mann sem kemst að því að sonur hans sé í raun ekki líffræðilegur sonur hans, það skapar mikil erfiði fyrir manninn sem ákveður að yfirgefa konuna sína, maðurinn er eftir það að ´leita af sjálfum sér´ þannig orðið. Það sem stendur uppúr í Blóðbönd er leikurinn, allavega hjá Hilmari Jónssyni, sem ólíkt mörgum íslenskum leikurum, er ekki fastur á sviðinu eða að ofleika. Myndatakan var helvíti góð, reyndi nýja hluti sem sjaldan hafa sést í íslenskum myndum, ágætt handrit og góð leikstjórn hjá honum Árna. Ég fattaði þó ekki þetta stutta hlutverk hans Hilmi Snæs, hann kemur fram í eina mínútu og hverfur svo, sama hvaða tilgangi hann þjónaði fyrir atriðið þá fannst mér hann truflandi. Eftir hina ömurlegu Strákarnir Okkar þá er Blóðbönd góð byrjun fyrir þetta íslenska kvikmyndaár, þó að hún hafi ekki sögu né persónur sem ég gat tengt mig við þá kom myndin mér vel á óvart því í hreinskilni, þá var ég undirbúinn fyrir hinu versta.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

27.02.2024

Natatorium: Á suðupunkti í sundlaug dauðans

Tómas Valgeirsson skrifar: Eflaust hafa flestir einstaklingar á skerinu okkar kalda upplifað matarboð, segjum jafnvel fjölskylduboð, þar sem allt spilast út á yfirborðinu eins og í tryggingaauglýsingu. Allt tikkar í ákveð...

22.08.2016

Styttist í mikilvægustu verðlaunin

Tilkynnt verður þann 30. ágúst nk.  hvaða fimm norrænu kvikmyndir eru tilnefndar til hinna eftirsóttu Norrænu kvikmyndaverðlauna. Allar myndirnar verða sýndar á norrænni kvikmyndaveislu í Háskólabíói 15. - 18. septemb...

12.01.2015

Jóhann verðlaunaður á Golden Globe-hátíðinni

Tónskáldið Jóhann Jóhannsson vann verðlaun fyrir bestu frumsömdu tónlistina í kvikmyndinni The Theory of Everything á Golden Globe-verðlaunahátíðinni sem var haldin í nótt. Hann varð þar með fyrsti Íslendingurinn til að ...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn