Leikstjórinn umdeildi, Michael Moore, hefur sagt að næsta mynd hans verði gefin út ókeypis til áhorfs á internetinu. Myndin ber nafnið Slacker Uprising og fjallar um för Michael Moore í gegnum 62 borgir í kosningunum árið 2004 þar sem hann hvatti unga kjósendur til að láta til sín taka.
Michael Moore hefur meðal annars gert myndirnar Fahrenheit 9/11 og Bowling for Columbine, en hann nálgast jafnframt efni mynda sinna á öðruvísi hátt en margir aðrir. Michael Moore segir að myndin verði gefin út ókeypis á netinu vegna 20 ára afmælis fyrstu heimildarmyndar hans, Roger & Me. Myndin ku einnig vera hlynnt demókrotum, og er ætluð til þess að hvetja unga kjósendur til að mynda sér skoðun, enda er það umræðuefni myndarinnar sjálfrar.
Slacker Uprising kostaði 2 milljónir dollara, en áætlaðar DVD tekjur eru um 1 milljón dollara. Michael Moore hefur það á ferilskránni að hafa gefið út 2 af tekjuhæstu heimildarmyndum allra tíma, en ætlast þó ekki til að hagnast á útgáfu þessarar myndar.
Hægt er að niðurhala myndinni á http://www.slackeruprising.com þann 23.september, en aðeins ef maður skráir sig.

