Þessi mynd er svo mikil þvæla að það er ekkert venjulegt. Ég meina hún er ekki ömurlegt sorp ég er ekki að segja það, þið sjáið að ég gef henni eina og hálfa stjörnu þá er hún tæplega sæmileg, ekki mikið verri en það en hún er svo bara algjörlega úr samhengi og söguþráðurinn svo skelfilega slappur. Byrjar þokkalega en snýst svo út í algjört bull. David Warner lífgar reyndar örlítið uppá myndina, leikur þarna Lúsífer alltaf jafn gaman að honum(Warner sko ekki Lúsífer eða whatever). Þessi mynd Time bandits er einungis fyrir grjótharða aðdáendur Monty Pyton.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei