Jersey Boys
2014
Frumsýnd: 8. ágúst 2014
Everybody remembers it how they need to.
134 MÍNEnska
51% Critics
62% Audience
54
/100 Jersey Boys fjallar um stofnun, uppgang og að lokum lok samstarfs rokkgrúppunnar The Four Seasons á sjöunda áratug síðustu aldar.
Hljómsveitin The Fours Seasons kom fram á sjónarsviðið árið 1960
og sló fljótlega í gegn með frábærum lögum sem lifa enn góðu lífi
og hafa haldið nafni sveitarinnar hátt á lofti allar götur síðan.
Jersey Boys eftir Clint... Lesa meira
Jersey Boys fjallar um stofnun, uppgang og að lokum lok samstarfs rokkgrúppunnar The Four Seasons á sjöunda áratug síðustu aldar.
Hljómsveitin The Fours Seasons kom fram á sjónarsviðið árið 1960
og sló fljótlega í gegn með frábærum lögum sem lifa enn góðu lífi
og hafa haldið nafni sveitarinnar hátt á lofti allar götur síðan.
Jersey Boys eftir Clint Eastwood er byggð á samnefndum söngleik og
sögu ungu mannanna sem skipuðu The Four Seasons og urðu heimsfrægir
í byrjun sjöunda áratugs síðustu aldar. Um leið þurftu þeir að
glíma bæði við það góða sem frægðinni fylgdi og það slæma. Söngleikurinn,
sem var frumsýndur á Broadway árið 2005 og hlaut m.a. fern
Tony-verðlaun, hefur síðan verið settur upp víða um lönd, þar á meðal í
West End í London, Hollandi, Kanada, Suður-Afríku, Ástralíu og Singapore
og hefur alls staðar notið gríðarlegra vinsælda enda afar skemmtilegur.
The Four Seasons
og forsöngvari þeirra, Frankie Valli, átti marga stórsmelli og má þar nefna
lög eins og Big Girls Don’t Cry, Sherry, December 1963 (Oh, What A
Night), My Eyes Adored You, Stay, Can’t Take My Eyes Off You, Working
My Way Back to You, Walk Like a Man, Candy Girl, Ain’t That a Shame
og Rag Doll.... minna