Náðu í appið
Dirty Rotten Scoundrels
Öllum leyfð

Dirty Rotten Scoundrels 1988

Nice guys finish last. Meet the winners.

110 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 88% Critics
The Movies database einkunn 7
/10
The Movies database einkunn 68
/100

Lawrence og Freddie eru svikahrappar. Þeir ákveða að reyna að vinna saman að því að plata fólk og hafa af því fé, en komast að því að bærinn sem þeir ætla að vinna í á ströndum Miðjarðarhafsins í Frakklandi, er of lítill fyrir þá báða. Þeir veðja sín á milli um að sá sem tapar yfirgefi staðinn. Veðmálið kallar fram það besta / versta í... Lesa meira

Lawrence og Freddie eru svikahrappar. Þeir ákveða að reyna að vinna saman að því að plata fólk og hafa af því fé, en komast að því að bærinn sem þeir ætla að vinna í á ströndum Miðjarðarhafsins í Frakklandi, er of lítill fyrir þá báða. Þeir veðja sín á milli um að sá sem tapar yfirgefi staðinn. Veðmálið kallar fram það besta / versta í þeim báðum. Veðmálið snýst um að vera fyrri til að plata 50 þúsund bandaríkjadali út úr ungri konu. ... minna

Aðalleikarar

Svipaðar myndir


Gagnrýni (4)


Dirty rotten scoundrels er sæmilega skemmtileg en ekki mikið meira en það. Hún er t.a.m. ekki eins fyndin og hún hefði getað orðið og handritið er vægast sagt mjög grunnt skrifað. Hefði það verið skrifað með meiri ferskleika hefði myndin kannski fengið hærri einkunn frá mér. Steve Martin er samt brilliant,greinilega fæddur í svona hlutverk en Michael Caine er samt ekki alveg að standa sig,ekki alveg besta frammistaða hans. Glenne Headly er þarna líka en því miður í illa skrifuðu hlutverki sem er handritinu að kenna þó að það á einhvern undraverðan hátt nái ekki til að setja út á Steve Martin. Svo hefur myndin óvænt plot twist sem er ekki fyrirsjáanlegt en samt þess eðlis að þegar að því kemur þá hugsar maður með sér af hverju maður var ekki löngu búinn að fatta það. Það held ég. DRS er góð mynd sem er þess virði að kíkja á en tvær og hálf stjarna er hámarkseinkunn sökum þess hvað handritið er engan veginn nógu fagmannlega skrifað.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það er mannbætandi að horfa á þessa snilld með svona ca 2 ára millibili. Caine og Martin eru óborganlegir og smellpassa í hlutverk svikahrappanna. Ég hlæ alltaf jafnmikið að atriðunum með Martin í hjólastólnum og við matarborðið sem hinn kostulegi Ruprecht. Með betri gamanmyndum sem þú munt sjá um ævina.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Stórfengleg og óborganleg kvikmynd með óskarsverðlaunaleikaranum Michael Caine og úrvalsleikaranum Steve Martin, en þeir eru hreint unaðslegir í þessari kvikmynd sem sannkallaðir svikahrappar sem er hreint og beint ekkert heilagt og njóta þess helst af öllu og svíkja og pretta aðra. Vönduð og afar vel leikin kvikmynd af aðalleikurunum í mynd sem kemur stöðugt á óvart og hefur óvæntan og afbragðsgóðan endi. Endurgerð á úrvalsmyndinni "Bedtime Story" með óskarsverðlaunaleikurunum Marlon Brando og David Niven. Mynd sem kemur sífellt í gott skap og er hreint og beint mannbætandi endrum og eins. Ég gef "Dirty Rotten Scoundrels" þrjár og hálfa stjörnu og mæli eindregið með henni við alla þá sem eru hrifnir af vönduðum og vel leiknum úrvalsmyndum. Þessi er hiklaust í þeirra hópi
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frábær kvikmynd þar sem Steve Martin fer á kostum. Myndin fjallar um tvo svikahrappa. Annar þeirra kemur í heimabæ hins og í ljós kemur að það er ekki pláss fyrir þá báða. Til þess að ákveða hver fær að eiga bæinn veðja þeir upp á hver verður fyrstu til þess að svíkja pening út úr fröken Colgate. Óvæntur og skemmtilegur endir. Ég mæli svo sannarlega með þessari kvikmynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn