Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Bowfinger 1999

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 22. október 1999

A desperate plan for a desperate man

97 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 81% Critics
The Movies database einkunn 71
/100

Myndin gerist í Hollywood. Leikstjórinn, leikarinn og framleiðandinn Bobby Bowfinger, sem má muna sinn fífil fegurri í bransanum, er að lesa handrit eftir einn vin sinn. Hann er sannfærður um að handritið sé frábært, og ákveður að leggja nú allt undir til að slá í gegn. Ekki eru allir jafn sannfærðir og Bobby um ágæti handritsins, en frægur framleiðandi... Lesa meira

Myndin gerist í Hollywood. Leikstjórinn, leikarinn og framleiðandinn Bobby Bowfinger, sem má muna sinn fífil fegurri í bransanum, er að lesa handrit eftir einn vin sinn. Hann er sannfærður um að handritið sé frábært, og ákveður að leggja nú allt undir til að slá í gegn. Ekki eru allir jafn sannfærðir og Bobby um ágæti handritsins, en frægur framleiðandi lofar honum að skoða málið, en með því eina skilyrði að stærsta hasarstjarna Hollywood, Kit Ramsey, leiki í myndinni. Bobby reynir því að fá Kit til að leika í myndinni, en hann neitar því, og í framhaldinu ákveður Bobby að gera myndina upp á eigin spýtur. Hann safnar saman ódýrasta tökuliði sem hann finnur, og fær til sín unga fegurðardís, dívu, sem áður skein skært, en sól hennar er farin að hníga til viðar, gaur sem áður vann við að steikja hamborgara, og fleiri, og ræðst svo í verkefnið; að búa til vísindaskáldsögu með Kit Ramsey í aðalhlutverkinu - nema að Ramsey sjálfur veit ekki að hann er að leika í myndinni, og Bobby notar hinn aulalega bróður hans til að hlaupa í skarðið þegar á þarf að halda. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Ömurleg mynd, Steve Martin hefur nú ekki alltaf verið að leika neina óskarleik, en þarna fer hann niður fyrir sjálfan sig, hreint sagt ömurlegur leikur í þessari mynd. Söguþráðurinn er ömurlegur ég skil ekki afhverju þetta fólk fór og lék í þessari myndi því að mér finnst hún vera svarturblettur á leikferill fólks þarna. Mæli frekkar með að þið gott fólk sitjið bara inní stofunni ykkar og horfið uppí loftið frekkar en að horfa á þennan horbjóð
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Svona myndir eru varla til og ég held að þetta verði örugglega eina myndinn sem verður með söguþráð eins og þessi. Þessi mynd sem heitir Bowfinger og hún er mjög fyndinn þrátt fyrir að hún sé frekar mjög skondinn. Leikstjórinn Frank Oz að standa sig vel en hinsvegar fyrir þá sem vissu ekki, þá skrifaði hann Steve Martin myndinna sjálfur. Frank Oz og Steve Martin hafa unnið saman áður en þeir hafa gert nokkrar myndir saman. Þetta er örugglega besta mynd þeirra þegar þeir búa til saman myndir. Allir sem leika í þessari mynd leika sín hlutverk vel og það er mjög fyndið að sjá Eddie Murphy(48hours,Beverly hills cop) leika svona skemmtilegu hlutverki og sömuleiðis Steve Martin(Parenthood,Cheaper by the dozen) sem er nú aðalmaðurinn í þessari mynd. Heather Graham(Austin Powers,Guru) leikur líka í þessari mynd og gerir það ágætlega. Svo eru líka aukaleikararnir sem eiga nú líka skilið smá heiður en þeir voru líka fyndnir og skemmtilegir eins og Eddie og Steve. Myndinn fjallar um kvikmynda mann sem er frekar á slæmri kanntinum sem heitir Bowfinger(Steve Martin). Hann fær handrit hjá einum vini sem hann heldur að hann muni vera svo frægur á að hann muni vinna óskarinn. Hann býður einn aðaltöffara leikurunum í hasarbransanum í kvikmyndinna sm neitar því. Bowfinger fékk samning um að fá Ray(Eddie Murphy) sem er hasarhetjan,fái að leika í myndinni. Bowfinger tekur til ráða og ætlar að búa til mynd án þess að Ray viti að hann sé sjálfur í henni(sniðugt). Hann fær vini síni að leika líka í myndinni en ein er alltaf að spekast af hverju má hún aldrei hitta Ray. Hann Ray fer alltaf til sálfræðings og á við vandamál að stríða. Hann langarsvo að flassa til stuðnings stelpurnar í Lakers og líka að hann sér geimverur. Það verður gaman að sjá hann haga sér þegar ókunnugt fólk kemur að honum og segir eitthvað og hann viet nátturulega ekki neitt. Bowfinger fær einhvern mann sem er MJÖG líkur Ray sem þarf að leika örfá atriði(Þeir fundu ekki Ray). Heather Graham leikur konu sem sefur hjá öllum en hann Bowfinger á smá ástarmál við hana. Mér fannst þessi mynd koma á verulega á óvart og fannst mér hún alveg virkilega fyndinn. Það var gaman að sjá Eddie Murphy leika þennan karakter svona vel sem einhvern voðamerkilegan mann sem er með blökkustælana á fullu. Og líka Steve Martin sem er örugglega á sínu besta hér í myndinni. Hún fær auka fyrir að svona myndir verða ekkert mikið af þeim. Kannski munu sumir halda að þetta væri ripp-off af Truman Show(eins og sumir héldu um Edtv) þá er það alveg gjörsamlega rangt. Hún er langt frá því að vera eins því þessi er ekki um að fylgast um mann, en í þessari eru þeir að búa til kvikmynd sem saklaus maður verður fórnalamb. Ef þið viljið sjá skemmtilega grínmynd, þá mæli ég eindrægið með þessari því að ég man að ég hló mjög oft í þessari mynd og ég vona að hún vann besta grínmynd ársins árið 1999. Þetta voru lokaorð mín á Bowfinger. Takk fyrir
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég hélt þegar myndin var búin að ég gæti ekki hætt að hlæja en ég náði að yfirbuga hláturinn,þessi mynd er bara ein fyndnasta mynd sem ég hef séð! Myndin fjallar um kvikmyndagerðamann (Steve Martin,Three Amigos,Father Of The Bride) sem ætlar að gera geimverukvikmynd og aðalhlutverkið á að leika eftirsóttasti leikari í Hollywood (Eddie Murphy,Doctor Dolittle,48 hours) en kvikmyndagerðamaðurinn nær aldrei í hann þannig að hann fær nördalega tvíburabróðir hans (sem er líka leikin af Eddie Murphy) og hann lætur leikarann alltaf verða dauðhræddan því hann er alltaf að sjá geimverur en í alvöru er hann bara að kvikmynda myndina. Aukaleikararnir vita auðvitað ekki að leikarinn er ekki að leika í myndinni en hann lætur tvíburabróðurinn bara leika hann þegar karakterinn á að tala! Drepfyndin mynd og ég segi það bókstaflega.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mér fannst þetta bara fín grínmynd, frekar heimskuleg en engu að síður mjög skemmtileg og bráðfyndinn, leikurin er mjög góður eins og búast má við af Eddie Murphy, Steven Martin og Heather Graham.

Ég mæli með því að sjá þessa grínmynd næst þegar þú ferð á vídeóleigu.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ahaha þessi er allgjör SNILLD! Frábær söguþráður og geðveikt fyndin! Og með þessum geðveiku og fyndnu leikurum Steve Martin og Eddie Murphy... Búmm..4 stjörnur..
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn