Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Stepford Wives 2004

Frumsýnd: 13. ágúst 2004

The wives of Stepford have a secret.

93 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 26% Critics
The Movies database einkunn 42
/100

Joanna Eberhart er gríðarlega vinsæll sjónvarpsstjóri, en fær taugaáfall eftir röð af áföllum, og kveifin eiginmaður hennar, Walter, fer með hana frá Manhattan til hins fína og flotta Stepfod hverfis í Connecticut. Þegar hún er komin þangað þá verður hún góð vinkona Bobbie Markowitz, rithöfundar og gyðings, sem er einnig alkóhólisti í bata. Saman komast... Lesa meira

Joanna Eberhart er gríðarlega vinsæll sjónvarpsstjóri, en fær taugaáfall eftir röð af áföllum, og kveifin eiginmaður hennar, Walter, fer með hana frá Manhattan til hins fína og flotta Stepfod hverfis í Connecticut. Þegar hún er komin þangað þá verður hún góð vinkona Bobbie Markowitz, rithöfundar og gyðings, sem er einnig alkóhólisti í bata. Saman komast þau að því sér til mikillar hrellingar að allar húsmæðurnar í bænum er einkennilega hressar, en á sama tíma … dæmdar. Hvað er að gerast á bakvið tjöldin í karlaklúbbi Stepford og í Stepford heilsuhælinu? Afhverju eru allir fullkomnir þarna? Verða þau Joanna og Bobbie of sein að komast að sannleikanum? ... minna

Aðalleikarar

Umdeilanleg
The Stepford wives er að mínu mati, óhugnaleg, skemmtileg og vel gerð (ekki besti leikur í heimi samt). En mörgum finnst hún það ekki og því er hún umdeilanleg eftir mismunandi smekk fólks.

The Stepford Wives fjallar um sjónvarpskonuna Joanna sem að er ofurkeyrð þegar einn af þáttakendum í raunveruleikaþættinum hennar sturlast. Í kjölfari þess er henni sagt upp og stingur þá maður hennar Walter upp á að þau flytji ásamt börnum sínum á rólegri stað. Sá staður er Stepford í Connecticut. Þar er grasið grænt, konurnar heimavinnandi og karlarnir alsælir. En ekki er allt sem sýnist og kemur í ljós hvað liggur að baki þessarar ,,fullkomna" bæjar.

Þessi mynd hefur verið í uppáhaldi hjá mér síðan hún kom út, sem svona mynd sem maður horfir á þegar maður er veikur. Hún er alls ekki fyrir alla myndi ég helst segja að hún væri fyrir stelpur frekar en stráka.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Vægast sagt frábær mynd með hinni frábæru Nicole Kidman. Það athugaverða við þessa mynd er hvernig bland af drama, gríni og spennu blandast saman og út kemur frábær myndi í leikstjórn Frank Oz. Í myndinn leikur Bette Midler rithöfund af sem gjörsamlega neitar að gera gera eitt né neitt á heimili sínu. Þótt að aðrar konur í bænum Stepford séu eins og vinni eins og þrælar fyrir eiginmenn sína kemur í ljós að allar þær konur hafi verið bankastjórar og stórlaxar áður en þær komu til Stepford og margt misjafnt kemur í ljós um ástæðuna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég varð fyrir vonbrigðum með þessa mynd. Og fannst Nicole Kidman ekki góð í þessari mynd. En eini punktuinn í þessari mynd er að Matthew Boderick var ágætur. Annars ekki gott handrit og leikurinn ekki góður.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Góðir leikarar þurfa oft meiri pening
Mér finnst alltaf jafn óþægilegt að horfa upp á þétt lið fagmanna gera slæma hluti, eins og t.d. að taka þátt í mynd eins og þessari.

The Stepford Wives mistekst á svo mörgum sviðum að ég veit varla hvar á að byrja. Það fyrsta hlýtur að vera grunnhugmyndin. Þessi efniviður er óneitanlega úreltur, á hér um bil alla vegu, og allt þetta mas um réttindi kvenna sem umdeildast var á sjöunda áratugnum hjá húsmæðrum virkar bara ekki á sama máta í okkar tíma. Þetta kemur allt einhvern veginn hálf kjánalega út og boðskapurinn sjálfur alltof augljós. Hann reynir að segja okkur það að konur og karlar eiga að vera jöfn, sem er afar mikilvægt, en aldrei hef ég séð slíkan móral útfærðan á jafn vandræðalegan og 'amerískan' hátt. Frummyndin frá 1975 var í sjálfu sér bara straightforward vísindaþriller og tengslin við jafnréttindi karla og kvenna á þeim tíma komu væntanlega mikið betur út, en ákvörðunin að endurgera hugmyndina og umbreyta henni í gamanmynd var ekki eitthvað sem átti að gera.

Sem gamanmynd helst myndin ekki saman. Hún hefur sín augnablik og jafnvel nokkrar góðar línur (helst þá AOL-brandarinn) en alls ekki nóg til að draga athygli manns frá handritinu, eða jafnvel sögunni sjálfri. Sem vísindaskáldskapur (ef slíkt má segja um hana ennþá) nær spennan engu flugi og seinustu 20 mínúturnar gáfu orðinu 'hrærigrautur' nýja merkingu. Ég hafði ekki hugmynd hvort þessi ''shock endir'' væri að reyna að taka sig eitthvað alvarlega eða gera eitthvað í gríni. Sama hvort þá var þetta hlægilegt, og þá óviljandi. Þessi svör sem hann gaf einnig upp voru álíka fyrirsjáanleg og boðskapurinn, og ég held að áhorfendur hefðu getað sagt það nákvæmlega sama fyrir 30 árum.

Hefði myndin heldur ekki verið svona leiðinlega björt hefði verið mögulega hægt að bjarga þessu. Væri um svarta kómedíu að ræða hefði þetta gengið mun betur upp, og jafnvel hefðu aðstandendur getað gert andrúmsloftið óhugnanlegra. Mér skilst nú að Tim Burton hafi verið tengdur þessu verkefni í smátíma, og ég efa ekki að hann hefði gert mun betri hluti en Frank Oz. Maðurinn veit bara ekki hvað hann er að gera, og hann sem gerði hina massívu Little Shop of Horrors (sem blandaði fullkomlega saman hrollvekju, satíru og gríni) fyrir næstum tveimur áratugum síðan. Maður hefði haldið að hann gæti höndlað þetta, en ónei, hann hefur sjálfsagt ekki lesið handritið nógu vel. Oz er hér annars í samstarfi við handritshöfundinn Paul Rudnick, og þeir unnu einmitt saman við hina þrælfínu In & Out. En í kjölfarið fór Rudnick sína leið og skrifaði Isn't She Great, og sú mynd átti varla orðið 'rusl' skilið. Sem betur fer leggst The Stepford Wives ekki svo langt niður.

Leikaraliðið gerir samt fátt betra fyrir myndina (fyrir utan Bette Midler, Roger Bart og Jon Lovitz - þau stóðu fyrir sínu kaupi). Nicole Kidman reynir að gera góða hluti en ég viðurkenni bara að mér þótti hún pirrandi á köflum. Matthew Broderick virðist eins og hann sé á sjálfsstýringu og snillingurinn Christopher Walken er nú þriðja sinn í röð kominn í hlutverk þar sem hann er gjörsamlega sóaður (hin tvö voru The Rundown og svo að sjálfsögðu Gigli - hefur enginn lengur virðingu fyrir þessum manni?!?).

The Stepford Wives er ekki bara slæm hugmynd, heldur lélega útfærð slæm hugmynd. Myndin hefur sína örfáu spretti og hér hefði getað orðið ágætis vitleysa hefðu aðstandendur reynt aðeins betur með handritið og húmor, og minnkað aðeins satíruna, ameríska keiminn og boðskapinn. Alls ekki gott.

3/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Vil ekki gefa henni of margar stjörnur. var að horfa á hana um daginn og mér fannst hún frekkar dauf í byrjun en skánnaði eftir 20 min eða svo, þetta er svona ágætis afþreying heima í stofu til að horfa á, lítið um spennu og nokkuð fyrirsjáanleg atriði en þeir sem slá í gegn er Bette Midler sem leikur sóða legan rithöfund og homminn leikinn af Roger Bart fara á kostum og bjarga algjörlega myndinni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn