Nowhere in Europe
2009
(Kein Ort)
Frumsýnd: 12. nóvember 2011
98 MÍNÞýska
Best Documentary- Pravo Ljudski Human Rights Film Festival Sarajevo 2010
Special Mention of the Jury- Watch Docs Warsaw 2010.
Hér er á ferðinni áhrifamikil heimildarmynd um áhrif evrópskrar innflytjendastefnu
á fjóra flóttamenn frá Tsjetsjeníu. Eftir að hafa flúið átökin
í heimalandi sínu standa þeir andspænis nýjum vandamálum þegar þeir
sækja um hæli í Evrópu. Þeir þurfa að færa sönnur fyrir því hverjir þeir eru
og hvað hefur hent þá. Myndin sýnir vel hversu... Lesa meira
Hér er á ferðinni áhrifamikil heimildarmynd um áhrif evrópskrar innflytjendastefnu
á fjóra flóttamenn frá Tsjetsjeníu. Eftir að hafa flúið átökin
í heimalandi sínu standa þeir andspænis nýjum vandamálum þegar þeir
sækja um hæli í Evrópu. Þeir þurfa að færa sönnur fyrir því hverjir þeir eru
og hvað hefur hent þá. Myndin sýnir vel hversu maðurinn má sín oft lítils
gagnvart ríkisbákninu.
Leikstjórinn Kerstin Nickig fylgir fjórmenningunum eftir í eitt ár og á
þeim tíma þurfa þeir að sigrast á margvíslegum hindrunum til að geta
hafið nýtt líf með fjölskyldum sínum í Evrópu. Áhorfandanum er veitt innsýn
í drauma þeirra, ótta og þrá til að lifa hefðbundnu lífi.
Ali er 39 ára blaðamaður sem bíður eftir úrskurði yfirvalda í Póllandi
um hælisumsókn. Í reykmettuðu herbergi í flóttamannamiðstöðinni sem
hann dvelur á, hefur Ali nægan tíma til að koma hugsunum sínum á blað.
Hugsunum um Evrópu og þær vonlausu aðstæður sem hann er í. Wacha
sem er 50 ára hefur verið veitt hæli í Austurríki en sonur hans býr í Rússlandi
þar sem hann sætir lögsókn. Við fylgjumst með baráttu Wacha til
að fá son sinn. Tamara er 55 ára gömul og býr í Vín ásamt eiginmanni og
fatlaðri dóttur sem þarf á aðkallandi læknisaðstoð að halda, en brottvísun
fjölskyldunnar úr landi virðist óumflýjanleg. Hinn 33 ára gamli Ruslan er
fastur í Úkraínu, án húsaskjóls eða atvinnu. Hann vonast til að geta flutt
með fjölskyldu sína til Vestur- Evrópu eins fljótt og auðið er.
Myndin er gerð til heiðurs rúmlega 100.000 Tsjetsjenum
sem hafa flúið
átökin í heimalandi sínu.... minna