Náðu í appið
93
Öllum leyfð

The Naked Gun 2 ½: The Smell of Fear 1991

(Beint á ská 2 ½ - Lyktin af óttanum)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frank Drebin is back. Just accept it.

85 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 58% Critics
The Movies database einkunn 65
/100

Rannsóknarlögreglumaðurinn Frank Drebin sný aftur til að bjarga málunum. Í þetta sinn er hann á hælunum á "stóru körlunum" í orkubransanum. Topp vísindamaðurinn Dr. Mainheimer er um það bil að fara að gera opinbera skýrslu sína um nýja orku fyrir framtíðina. Hlutirnir líta ekki vel út í skýrslunni fyrir þá sem nú ráða orkumálum heimsins, þ.e.... Lesa meira

Rannsóknarlögreglumaðurinn Frank Drebin sný aftur til að bjarga málunum. Í þetta sinn er hann á hælunum á "stóru körlunum" í orkubransanum. Topp vísindamaðurinn Dr. Mainheimer er um það bil að fara að gera opinbera skýrslu sína um nýja orku fyrir framtíðina. Hlutirnir líta ekki vel út í skýrslunni fyrir þá sem nú ráða orkumálum heimsins, þ.e. olíu- , kola - og kjarnorkuiðnaðinn. Til að bjarga sinni grein, þá ræna þeir sem stjórna þessum orkugeirum, Mainheimer og setja í hans stað mann sem er með mun hagfelldari skýrslu og sýn á framtíðarorkuna. Jane, sem er ritari vísindamannsins, er gömul kærasta Drebins. Ástríðufullt samband þeirra kviknar nú á ný.... minna

Aðalleikarar


Annað skotið úr hinn nöktu byssu. Í þessari mynd þaft aðstoðarlögreglustjóri Washington borgar hinn seinheppni Frank Drebin að kljást við útsmogna illmennið Quentin Hapsburg ætlar að sjá til þess að umhverfiðvænar vörur svosem rafmagnsbílar sem þurfa afarlítið rafmagn, ofur einangrandi ofurgler og ljósapera sem tekur aðeins 1/4 af orku sem venjuleg ljósapera notar komist ekki ámarkað. Eins og hin tíbíska ameríska spennumynd endar allt vel og auðvitað ná Jane og Frank aftur saman eftir aðskilnað þeirra frá fyrrir myndinni.

Naked Gun 2 1/2 er ein besta grínmynd sem ég hef lengi séð og ég gef henni fjórar stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Naked gun 2 1/2 er mjög góð mynd sem maður getur séð aftur og aftur og er alltaf jafn fyndin (ef þú tekur eftir því sem er að gerast í bakgrunninum þá verður hún jafnvel ennþá fyndnari)

Góðir leikarar sérstaklega Leslie Nilsen sem leikur

Frank Drebin og O.J. Simpson sem leikur hinn óheppna Nordberg.

Þessi skemmtilega mynd segir frá Frank Drebin og hvernig hann stoppar illskeytta buisness menn frá því að gera veröldina að verri stað.

Sem sagt skemmtileg og fyndin mynd þarna á ferð og ég mæli með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Flestar framhaldsmyndir geta aldrei toppað upprunalegu myndina en þessi var ekki skárri né verri heldur bara jafngóð með allt það sama og líka með sömu gallana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn