Aðalleikarar
Leikstjórn
Í þriðju Scary Movie myndinni er serían heldur farin að þynnast. Þessi mynd er eiginlega bara frekar leiðinleg. Hún hefur handrit sem lítið er varið í og er nær eingöngu byggt á skopstælingabröndurum öfugt við fyrstu myndina sem virkaði vel á skemmtilegum söguþræði og áhugaverðu plotti. Nokkrir fyndnir brandarar eru þó til staðar og því fær Scary Movie 3 3/10 í einkunn.
SMÁ SPOILERAR.Scary movie 3 byrjar þegar tvær skólastelpur(Pamela Anderson og Jenny McCarthy) eru einar heimar og fara að tala um myndband sem drepur mann eftir að maður horfir á það en einn þeirra hafði horft á það fyrir viku, þær deyja báðar.
Cindy Campbell(Anna Faris,SM,SM2) er núna orðin fréttakona og sér um frænda sinn Cody(Drew Mikuska) sem er skyggn og Cindy er að rannsaka mál tveggja bræðra Tom og George(Charlie Sheen og Simon Rex) sem búa á bóndbæ og vakna einn morguninn og sjá að það er komið mynstur á akurinn þeirra sem stendur á kurteisislega ATTACK HERE. George hefur ekki mikinn áhuga á að vera bóndi og sér þann draum að slá í gegn sem rappari en á meðan Tom er fyrrverandi prestur og ekkill og á eina dóttur(Jianna Ballard) en hugsar aðallega um bóndabæinn. Dag einn þegar Cindy er að sækja Cody úr leikskólanum þá hittir hún George sem er að sækja frænku sýna og þau verða ástfanginn. Cindy kemst svo að því að Brenda(Regina Hall sem var víst drepinn eftirmynnilega í SM en það sést ekki á henni)er orðinn kennari Codys.
George býður þeim á rapp tónleika og eftir hann fara þær heim til Brendu en hún er dauðhrædd eftir að hafa horft á myndband nákvæmlega fyrir viku síðan og hún deyr svo. Cindy horfir svo á myndbandið og þarf að rannsaka sögu þess sem og hvort geimverur séu að ráðast á jörðina en það er einn sem getur hjálpað henni.. véfréttin(Queen Latifah). Svo koma rappari(Anthony Anderson) og forseti Bandríkjanna(Leslie Nielsen) við sögu. SMÁ SPOILERAR ENDA. Wayans bræður eru ekki með í þriðju Scary movie en David Zucker leikstýrir margar nýjar persónur komnar í söguna. Scary movie 3 er alveg drepfyndin og ekkert síðri en fyrsta myndin en eins og ég sagði um SM þá gerir það hana ekki góða því að það sama sem einkenndi hana sem er: lélegt handrit, leikstjórn og leikur og myndin er illa gerð en eins og í fyrstu myndinni þá er hún alveg drep-fyndin(ástæðan sem ég tala ekki um Scary movie 2 var að hún var rusl og ekkert fyndin en hinar voru skárri og mjög fyndnar). Í SM3 er aðallega verið að gera grín af Ring, Signs, 8 mile og Matrix Realoaded og engin af þeim eru hryllingsmyndir nema kannski Ring, þessi er líka miklu barnavænni en hinar 2 og eins og ég hef sagt í dómi mínum þá er Scary movie 3 drep-fyndin,ekkert síðri en 1 en ekki mjög góð mynd.
Scary Movie er ein af þeim fyndnustu myndum í heiminum þessar myndir herma mjög mikið eftir öðrum myndum sem mér finnst svallt. Scary Movie3 er ótrúlega fyndin þannig að hinar eru örgglega jafn skemmtilegar ég er ekii búinn að sjá hinar en það verður tvímænalaust að ég sjái hinar. Anna Faris fer með aðalhlutverkið og stendur sig með prýði eins og hinir leikararnir. Ég mæli rosa rosa rosa mikið með þessari mynd kíkið á þessa.
Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja um þessa mynd nema að ég hló aðeins tvisvar alla myndina og ekkert sérstaklega mikið í þau skipti. Kannski er ég bara búinn að sjá of margar slíkar myndir??? En það voru allavegana 12-14 ára krakkar á myndinni sem þótti hún fyndin. Þeir hafa kannski ekki séð eins margar slíkar myndir og ég. Svo að ef þú ert ungur að árum eða hefur ekki séð mjög margar myndir þar sem gert er grín að kvikmyndabransanum þá endilega skelltu þér á hana, en ef þú ert búinn að sjá allar hinar myndirnar eða flestar þeirra, sem gera grín að öðrum, þá skaltu ekkert vera að fara á þessa í bíó. Sjáðu hana bara þá í sjónvarpinu eða farðu á myndbandaleiguna.
Þetta er besta grín mynd sem ég hef séð miklu betri en hinar tvær myndirnar bara geðveikt fyndin og hún hittir í mark og hermir vel grínlega eftir The Ring The Others 8Mile Signs og Matrix, þær fá rækilega skell á bossann í þessari geggjuðu grínmynd. Og þeim sem finnst hún ekki fyndin eru eitthvað skrýtnir eða dofnir eða algjörlega húmorslausir
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Craig Mazin, Brian Lynch, Marlon Wayans, Pat Proft, Jason Friedberg, Aaron Seltzer
Framleiðandi
Miramax Films
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
31. október 2003