Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Scary Movie 4 2006

Frumsýnd: 28. apríl 2006

Bury the grudge. Burn the village. See the saw.

83 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 34% Critics
The Movies database einkunn 40
/100

Cindy Campbell er atvinnulaus, en fær vinnu í húsi sem álög hvíla á. Í húsinu býr kona sem hún á að annast, en í húsinu er einnig draugur ungs drengs. Á sama tíma þá er unglingssonurinn Robbie og hin unga dóttir Rachel í heimsókn hjá föður sínum í næsta húsi, kranastjóranum Tom Ryan. Ryan er hálfgerður auli en hann og Cindy hittast og verða ástfangin.... Lesa meira

Cindy Campbell er atvinnulaus, en fær vinnu í húsi sem álög hvíla á. Í húsinu býr kona sem hún á að annast, en í húsinu er einnig draugur ungs drengs. Á sama tíma þá er unglingssonurinn Robbie og hin unga dóttir Rachel í heimsókn hjá föður sínum í næsta húsi, kranastjóranum Tom Ryan. Ryan er hálfgerður auli en hann og Cindy hittast og verða ástfangin. Þegar risavaxin þrífætt skrímsli utan úr geimnum gera árás á jörðina, þá sleppur Tom með Robbie og Rachel; Cindy fer í næsta þorp og reynir að finna svarið við því hvernig hægt er að bjarga heiminum; og forseti Bandaríkjanna skipuleggur varnaraðgerðir. ... minna

Aðalleikarar

góð mynd
Mjög Fyndinn mynd hér á ferðinni hló næstum yfir öllum bröndurum.Operan var algjör snilld,Ein af uppáhalds myndunum mínum.Það er gert grín af t.d War Of The Worlds,The Grudge,Saw.Ég var allann tímann með opin augun á þessari mynd.Ég hef séð hana svona 10 sinnum þannig að ég nenni varla að horfa á þessa mynd aftur.Stelpan var alveg rosalega óhepin.Fyrstu tvær myndirnar voru alveg allt öðruvísi heldur en 3 4.Scary Movie 1 var góð Scary Movie 2 ágæt ekki skemmtileg samt Scary Movie 3 var mjög fín búinn að sjá hana svona 100 sinnum Scary Movie 4 er eina myndin sem ég hlæ enþá af.Scary Movie 4 er rosalega góð og spennandi.Ef þér fannst fyrstu 3 góðar tékkaðu þá þessa. Mæli Mikið með henni ef þú hlærð mikið
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hef bara eitt að segja: RUGL! En það fyndið rugl. Þarna er á ferðinni snilldar gamanmynd, en hún er gróf og skopstæling grófra mynda, s.s. War of the Worlds, Saw III og The Villidge. Og þarna er Lessile Nilsen mættur aftur og aldrei ferskari.

Mæli með þessari mynd en ekki fyrir ung börn vegna þess að foreldrarnir gætu þurft að útskýr mörg atriði myndarinnar! Haha!

Gef henni 3 1/2 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei



Scary movie myndinar eru orðnar 4. Allar þessar myndir snúast um að gera grín að öðrum myndum sem voru vinsælar. Allar eru þær jafn vitlausar. Það er ekkert nýtt hér á ferðini. Þessi fjórða mynd er fyndin á köflum en stundum er myndin svo vitlaus að maður getur ekki annað en byrjað að hugsa um annað. Ef þú vilt sjá mynd sem er stundum skemmtileg og stundum ömurleg þá er þetta mynd fyrir þig. Maður hefur nú séð það betra.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Scary movie myndirnar taka hinar ýmsu mismunandi myndir fyrir og skopstæla þær. Fjórða myndin í þessari seríu gerir grín að t.a.m. War of the worlds, The Grudge og Saw og blandar þeim saman þannig að útkoman verður bara nokkuð skemmtileg og það er alveg merkilegt að sjá hvernig aðstandendum myndarinnar tókst vel að tengja allar þessar myndir saman í eina heild. En þrátt fyrir allt þá fannst mér Scary movie 4 ekkert sérlega góð, það eina góða sem hún hefur upp á að bjóða er það sem ég taldi upp fyrir ofan. En þetta er bara svo vel útfært að þetta verður alveg ágætis skemmtun og býður upp á nokkra hlátra. Þetta er jú sorp en sorp af betri gerðinni, ég þarf víst ekki að taka það fram að það á alls ekki að taka svona mynd alvarlega sérstaklega ekki miðað við hversu súrrealísk skopstæling hún er. Tvær stjörnur frá mér og þeir sem hafa séð þessar myndir sem er gert grín að hér ættu að hafa pínulítið gaman af að sjá hvernig David Zucker og félagar bjaga þær.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ég hló!
Scary Movie-myndirnar eru allar lélegar! Gagnrýnendur þurfa að fara að sætta sig við það!... Það eru ekki gæðin sem hafa forgang hér, heldur fíflalætin. Það sem skiptir mestu máli er hvernig húmorinn virkar á áhorfandann.

Ég fílaði fyrstu tvær Scary Movie myndirnar ekkert sérstaklega. Því miður, en það er bara eitthvað við Wayans-bræður og þeirra sífellda hasshausa- og gredduhúmor sem ég næ ekki.
David Zucker tók þriðju tilraunina að sér, og fannst mér hún koma e.t.v. best út, enda var meira um bull og vitleysu heldur en eitthvað gróft. Scary Movie 4 er ekki snilld, þvert á móti þá er hún asskoti léleg, en leiðinleg er hún ekki.

Eftir að hafa næstum grenjað inni í mér yfir hallærisleika Date Movie þá get ég sagt að þessi sé meistaraverk í samanburði. Myndin hefur samt sína spretti, og þá í ágætu magni. Satíran skilar sér einnig stórskemmtilega (ræða forsetans hjá "UN" var brill. Takið sérstaklega eftir íslenska fánanum stuttu síðar!) ásamt sæmilega heppnuðum skotum á War of the Worlds, The Grudge, The Village og Saw.

Myndin missir auðvitað stig fyrir mörg fáránleg slapstick-atriði, og meira að segja fjölmörg hálf pínleg. Vanalega er ég ekki mikið að hrósa leikurum í svona myndum en mér fannst Craig Bierko vera alveg óborganlega fyndinn, og átti hann langfyndnustu sketchanna (Oprah-senan var mögnuð!).

Það þýðir ekki að vera langorður á svona rýni. Ef að þið fílið spoof-myndir þá ætti þessi að geta kætt ykkur eitthvað. Ef ekki, ekki þá horfa á hana. Best er bara að skilja heilasellur eftir heima og taka á móti kjaftæðinu eins og það leggur sig.

Ég segi þetta samt aldrei nógu oft, þessi mynd er svo MIKLU betri en Date Movie!

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

21.08.2016

Gandálfur hafnaði 175 milljónum

Lord of the Rings leikarinn Ian McKellen hafnaði boði upp á 1,5 milljónir Bandaríkjadala, eða ríflega 175 milljónir íslenskra króna, um að gefa saman í hjónaband milljarðamæring og brúði hans, íklæddur gervi Gandálfs, ...

22.12.2012

Bilbó Baggi knýr dyra

Senn líður að frumsýningardegi Hobbitans hér á landi, en Bilbó Baggi knýr dyra hjá íslenskum bíógestum ögn síðar en í flestum öðrum löndum til að passa inn í jólamyndaslottið á annan í jólum. Myndin hefur þegar ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn